Danka Podovac: Erum með besta liðið í deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2012 09:00 Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira