Ótrúleg endurkoma FH-inga gegn Blikum | Ashley og Harpa með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 15:40 Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira