Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2012 08:15 Sjaldgæf sjón í Álftafirði í sumar: Lax á bakkanum og nóg vatn í ánni. Myndin er tekin í byrjun ágúst í fyrra. Mynd / Garðar "Veiðin hefur verið mjög dræm í sumar, aðeins fjórtán laxar komnir á land," segir Haukur Elísson, einn landeiganda við Selá í Álftafirði. Uppselt hefur verið í Selá í sumar og segir Haukur veiðimenn hafa mætt samviskusamlega á þeim dögum sem þeir hafi keypt. "En þeir hafa bara farið með lítið sem ekkert til baka," segir hann. Haukur segir Selá orðna afar vatnslitla eftir mikið þurrkasumar. "Bæði er áin orðin súrefnislaus og síðan gengurinn laxinn ekki þegar það kemur aldrei rigning," segir Haukur sem sér enga úrkomu í kortunum á næstunni. Veiðin í Selá í fyrra var um 100 laxar. Haukur segir að helmingur þeirra laxa hafa þegar verið veiddur á þeim degi sem nú er upprunninn. Veiðin er því afar léleg miðað við í fyrra og enn frekar miðað við sumarið 2010 þegar um 150 laxar veiddust. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
"Veiðin hefur verið mjög dræm í sumar, aðeins fjórtán laxar komnir á land," segir Haukur Elísson, einn landeiganda við Selá í Álftafirði. Uppselt hefur verið í Selá í sumar og segir Haukur veiðimenn hafa mætt samviskusamlega á þeim dögum sem þeir hafi keypt. "En þeir hafa bara farið með lítið sem ekkert til baka," segir hann. Haukur segir Selá orðna afar vatnslitla eftir mikið þurrkasumar. "Bæði er áin orðin súrefnislaus og síðan gengurinn laxinn ekki þegar það kemur aldrei rigning," segir Haukur sem sér enga úrkomu í kortunum á næstunni. Veiðin í Selá í fyrra var um 100 laxar. Haukur segir að helmingur þeirra laxa hafa þegar verið veiddur á þeim degi sem nú er upprunninn. Veiðin er því afar léleg miðað við í fyrra og enn frekar miðað við sumarið 2010 þegar um 150 laxar veiddust.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði