Rómantík, dramatík og erótík 16. ágúst 2012 13:19 Þeir Árni Heiðar og Gissur Páll Gissurason lofa ljúfri stemningu á stofutónleikum annað kvöld. fréttablaðið/anton Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík. Annað kvöld fara fram stofutónleikar að Smáragötu 7 í Reykjavík. Þar munu þeir Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari flytja perlur fyrir gesti. Aðdragandann að tónleikunum má rekja til þess þegar þeir Gissur og Árni Heiðar voru staddir saman á karlakvöldi fyrir nokkru. Þeir félagarnir taka sér glaðir frí frá æfingum til að rifja upp þá sögu. "Þetta var ekki svona karlakvöld þar sem dansaður var listdans á súlum í kringum okkur, heldur alveg þveröfug stemning á við það. Menn smökkuðu á ótrúlega vel heppnaðri útgáfu af úrvalsbjór, einhverjir lásu upp úr bókum sínum og aðrir fluttu erindi. Þá datt einhverjum í hug að fá okkur Árna til að spila og syngja. Við höfum verið að vinna saman í ein fjögur ár, svo við áttum nóg af lögum til að hrista fram úr erminni. Úr varð 10 til 15 laga konsert," rifjar Gissur upp og Árni tekur við: "Þarna myndaðist þessi nánd sem verður bara á stofutónleikum. Það myndast allt önnur stemning á svona tónleikum en á venjulegum konsert þar sem tónlistarmennirnir eru uppi á sviði að spila fyrir 200 manns." Um val á tónleikastað segir Árni: "Þetta er eitt af fallegustu húsum bæjarins, byggt af Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara og eitt af lykilhúsum Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts. Eigendur þessa húss eru miklir listunnendur og eiga þennan forláta Steinway-konsertflygil. Ef maður vill húskonsert er það í þessu fallega húsi." Tónleikarnir hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 20.30. Í heild verða fjörutíu miðar í boði. Fyrir tónleikana geta gestir bragðað á léttum veitingum og dreypt á drykkjum. "Þegar nándin er svona mikil á milli flytjenda og áheyrenda verða sumir svolítið smeykir og feimnir. Þá er gott að vera með eitt til tvö freyðivínsglös í kroppnum og geta slakað á og notið sín," segir Gissur. Þeir Gissur og Árni Heiðar segjast vera vistvænt band. Það þýðir að þeir koma helst ekki fram með prentaða efnisskrá, heldur kynna dagskrána jafnóðum og hún er flutt og segja söguna að baki lögunum. Það fær þó að fylgja sögunni að á efnisskránni verða valdar perlur úr íslenskum, norrænum, mið- og suður-evrópskum ljóðasöng og sönglögum. Þeir lofa góðri stemningu sem mun kveikja hinar ýmsu tilfinningar í hjörtum hlustenda. "Þetta verður rosaleg rómantík, jafnvel erótík. Svo við tölum nú ekki um dramatík," segir Gissur að lokum, áður þeir félagar kveðja og snúa sér aftur að æfingunum. Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík. Annað kvöld fara fram stofutónleikar að Smáragötu 7 í Reykjavík. Þar munu þeir Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari flytja perlur fyrir gesti. Aðdragandann að tónleikunum má rekja til þess þegar þeir Gissur og Árni Heiðar voru staddir saman á karlakvöldi fyrir nokkru. Þeir félagarnir taka sér glaðir frí frá æfingum til að rifja upp þá sögu. "Þetta var ekki svona karlakvöld þar sem dansaður var listdans á súlum í kringum okkur, heldur alveg þveröfug stemning á við það. Menn smökkuðu á ótrúlega vel heppnaðri útgáfu af úrvalsbjór, einhverjir lásu upp úr bókum sínum og aðrir fluttu erindi. Þá datt einhverjum í hug að fá okkur Árna til að spila og syngja. Við höfum verið að vinna saman í ein fjögur ár, svo við áttum nóg af lögum til að hrista fram úr erminni. Úr varð 10 til 15 laga konsert," rifjar Gissur upp og Árni tekur við: "Þarna myndaðist þessi nánd sem verður bara á stofutónleikum. Það myndast allt önnur stemning á svona tónleikum en á venjulegum konsert þar sem tónlistarmennirnir eru uppi á sviði að spila fyrir 200 manns." Um val á tónleikastað segir Árni: "Þetta er eitt af fallegustu húsum bæjarins, byggt af Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara og eitt af lykilhúsum Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts. Eigendur þessa húss eru miklir listunnendur og eiga þennan forláta Steinway-konsertflygil. Ef maður vill húskonsert er það í þessu fallega húsi." Tónleikarnir hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 20.30. Í heild verða fjörutíu miðar í boði. Fyrir tónleikana geta gestir bragðað á léttum veitingum og dreypt á drykkjum. "Þegar nándin er svona mikil á milli flytjenda og áheyrenda verða sumir svolítið smeykir og feimnir. Þá er gott að vera með eitt til tvö freyðivínsglös í kroppnum og geta slakað á og notið sín," segir Gissur. Þeir Gissur og Árni Heiðar segjast vera vistvænt band. Það þýðir að þeir koma helst ekki fram með prentaða efnisskrá, heldur kynna dagskrána jafnóðum og hún er flutt og segja söguna að baki lögunum. Það fær þó að fylgja sögunni að á efnisskránni verða valdar perlur úr íslenskum, norrænum, mið- og suður-evrópskum ljóðasöng og sönglögum. Þeir lofa góðri stemningu sem mun kveikja hinar ýmsu tilfinningar í hjörtum hlustenda. "Þetta verður rosaleg rómantík, jafnvel erótík. Svo við tölum nú ekki um dramatík," segir Gissur að lokum, áður þeir félagar kveðja og snúa sér aftur að æfingunum.
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög