Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Sex stiga forskot Þór/KA Óskar Ófeigur Jónsson á Kópavogsvelli skrifar 16. ágúst 2012 17:30 Mynd/Daníel Þór/KA er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi deildar kvenna eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í kvöld. Breiðablik komst yfir í upphafi leiks en Þór/KA liðinu tókst að jafna í lok fyrri hálfleik og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu þrettán mínútum fyrir leikslok. Ferðir Þór/KA liðsins suður yfir heiðar hafa skilað liðinu 19 af 21 stigi í boði í sumar og þetta frábæra gengi liðsins á útivelli ætlar að reynast liðinu dýmætt í baráttunni fyrir fyrsta Íslandsmeistaratitli norðanstelpna. Sandra María Jessen, 17 ára framherji Þór/KA, er í baráttunni um gullskóinn en náði ekki að bæta við marki í kvöld en réð engu að síður úrslitum leiksins því hún bjó til bæði mörkin fyrir Þór/KA-liðið í kvöld. Björk Gunnarsdóttir kom Blikum yfir strax á sjöundu mínútu leiksins með laglegu skoti utarlega úr teignum en þetta var langt frá því að vera fyrsta dauðafæri leiksins. Þór/KA-liðið var þá búið að fá þrjú mjög góð færi og Björk sjálf hafði einnig sloppið ein í gegn. Þór/KA varð fyrir áfalli þegar framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn en Jóhann þjálfari lét sínar stelpur spila manni færri í fimm mínútur á meðan það kom í ljós hvort Katrín gæti haldið áfram. Katrín meiddist þegar hún lenti í samstuði við Önnu Birnu Þorvarðardóttur sem þurfti líka að yfirgefa völlinn. Svíinn Rebecca Johnson kom inn fyrir Katrínu og það var síðan hún sem jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik. Allan heiðurinn á markinu á þó Sandra María Jessen sem bjó færið algjörlega fyrir hana. Johnson fékk boltann alein í teignum og skoraði auðveldlega. Það var mikil barátta og talsverð harka í upphafi seinni hálfleiks en Blikaliðið tók síðan völdin og var mun líklegra til að komast yfir. Það var hinsvegar Sandra María Jessen sem var aftur örlagavaldur Blikaliðsins því hún slapp inn fyrir vörnina á 77. mínútu og fékk víti sem Kayle Grimsley skoraði af öryggi úr. Það reyndist síðan vera sigurmark Þór/KA í leiknum. Arna Sif: Við erum ákveðnar í að landa þessum titli„Við erum eiginlega með hundrað prósent nýtingu á útivöllum sem er frábært," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA kát í leikslok. Þór/KA-liðið lenti undir í upphafi leiks, missti síðan lykilmaninn Katrínu Ásbjörnsdóttur meidda af velli eftir sextán mínútur en tókst samt að landa mikilvægum sigri „Svona er þetta búið að vera í sumar því liðsheildin er frábær og það skiptir ekki máli hver er inn á vellinum. Nú erum við komnar ansi nálægt Íslandsmeistaratitlinum en við höldum áfram að taka einn leik fyrir í einu og sjá síðan hverju það skilar okkur. Það er alveg nóg eftir," sagði Arna Sif. „Við erum ákveðnar í að landa þessum titli. Við erum búnar að fá ansi neikvæða umfjöllun upp á síðkastið og það hvetur okkur bara áfram. Menn eru að tala um að það skilji enginn af hverju við séum á toppnum og að við séum alltaf heppnar. Við erum búnar að sýna það í síðustu leikjum að það er ekki rétt," sagði Arna Sif. Hún hrósaði hinni 17 ára gömlu Söndru Maríu Jessen sem lagði upp bæði mörkin „Sandra er búin að vera frábær í sumar og hún heldur bara áfram á sömu braut því henni þykir þetta ekki leiðinlegt," sagði Arna Sif sem lék vel í vörninni en hún hefur spilað aftar á vellinum í ár en undanfarin sumur. „Þetta er allt að koma hjá mér. Ég átti ekki að vera þarna í byrjun sumars og þetta var bara ákvörðun sem var tekin á síðustu stundu. Þetta er að venjast og allt að koma," sagði Arna Sif. Björk: Mér fannst hún sparka í boltann„Þetta hefur gerst í nokkrum leikjum hjá okkur í sumar en svona er bara fótboltinn því það getur víst allt gerst í þessu," sagði Blikinn Björk Gunnarsdóttir í leikslok en Breiðabliksliðið hefur tapað mörgum jöfnum leikjum í sumar. "Það er mikið af jöfnum liðum í deildinni og þá geta svona leikir dottið beggja vegna en við höfum líka verið óheppnar. Það voru fullt af færum sem við nýttum ekki en þær líka," sagði Björk. „Þetta datt bara þeirra megin í dag en það þurfti víti til. Ég ætla ekki að dæma um hvort að þetta hafi verið víti eða ekki því ég er ekki dómari en mér fannst hún sparka í boltann. Dómarinn dæmir þetta," sagði Björk en sigurmark Þór/KA kom úr vítaspyrnu þrettán mínútum fyrir leikslok. „Við tökum bara einn leik fyrir í einu eins og venjulega og stefnum bara að sigri í næsta leik," sagði Björk en er tímabilið ekki fyrir neðan væntingar hjá Blikakonum? „Fyrir neðan væntingar eða ekki. Breiðablik varð í sjötta sæti í fyrra og þetta er því skref upp á við. Þetta er samt mjög þétt og miklu þéttara en í fyrra. Breiðablik er með jafnmörg stig og liðið endaði með í fyrra og við eigum fjóra leiki eftir. Við ætlum að gera betur en í fyrra þannig að við ætlum að vinna einhverja leiki og hala inn fleiri stigum," sagði Björk sem skoraði fallegt mark í upphafi leiks og kom Breiðabliki í 1-0. „Það er alltaf gaman að skora og það var líka langt síðan að ég skoraði seinast. Það telur samt lítið þegar það skilar ekki sigri," sagði Björk að lokum. Jóhann Kristinn: Ég er rígmontinn af þeimJóhann Kristinn Gunnarsson er að gera frábæra hluti með Þór/KA-liðið í Pepsi-deild kvenna og liðið hans er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með sex stiga forskot þegar tólf stig eru eftir í pottinum. „Ég er himinlifandi með þennan sigur og ég er rígmontinn af þeim," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson kátur í leikslok og hann leit ekki á það sem mótlæti að fá á sig mark í upphafi leiks. „Stelpurnar átta sig alveg á þessu því þótt að þær séu ungar þá eru þær engir vitleysingar. Það er ekkert mótlæti í gangi þótt að liðið lendi undir. Við erum að spila á móti sterku liði og við vissum það fyrir fram. Þær geta alveg skorað á undan eins og við og þær gerðu það í dag. Við vissum það samt allan tímann að við gætum skorað og komið til baka," sagði Jóhann Kristinn og hann vissi vel hvaða áhrif það hafi á sínar stelpur þegar fólk út í bæ er að tala um að þær séu heppnar og að enginn skilji af hverju þær séu á toppnum. „Fyrir mig sem þjálfara þá er þessi umræða frábær því ég þarf ekki að segja neitt inn í klefa. Þær gíra sig sjálfar upp enda pirraðar á umfjölluninni. Þær ætla bara að sanna sig og eru harðar í því. Það sést í dag þegar þær koma til baka á móti einu sterkasta liði landsins. Þær eru bara að segja fólki hvað þær ætla að gera og það er bara eitt," sagði Jóhann. Katrín Ásbjörnsdóttir meiddist illa á ökkla á 16. mínútu og var borin af velli. „Þetta er nýtt og þetta lítur illa út. Hún steig asnalega niður og fékk á sig tæklingu í leiðinni. Hún er stokkbólgin eftir takkana en þetta var samt ekkert brot. Hún var óheppin og misstígur sig mjög illa. Hún er slæm í dag en verður betri á morgun og svo koll að kolli," sagði Jóhann sem átti ás upp í hendi því hann skipti sænska framherjanaum Rebeccu Johnson inn og hún skoraði síðan jöfnunarmarkið. „Ég var ánægður með Rebeccu því hún kom vel inn í leikinn og það var barátta í henni sem ég var mjög hrifinn af," sagði Jóhann en enn á ný var það hin 17 ára gamal Sandra María Jessen sem gerði útslagið með því að leggja upp bæði mörkin. „Sandra hefur verið að standa sig mjög vel í sumar en í dag átti hún að vera búin að setja tvö mörk í blábyrjun. Leikmenn gera mistök og þær eru ekki það vitlausar að láta mistök verða að öðrum mistökum," sagði Jóhann að lokum. Sandra María: Það er númer eitt að vinna deildina„Þetta skilar okkur vonandi í lokin því þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig sem við vorum að vinna hérna í kvöld," sagði hin 17 ára gamla Sandra María Jessen en þessi markahæsti leikmaður deildarinnar bjó til bæði mörk Þór/KA-liðsins í kvöld. „Maður nær ekki alltaf að skora og stundum er nóg að gefa fyrir. Það er allt liðið sem er að gera þetta og þó svo að ég sé að skora mikið þá eru líka aðrir að byggja það upp. Ég var í því hlutverki í dag og það var mjög gaman," sagði Sandra María sem fékk þó færi til að skora í kvöld. „Ég átti tvö góð færi í upphafi sem ég átti að geta nýtt betur en ég vissi ekki hvort ég hefði tíma eða ekki þannig að ég skaut bara strax. Ég hefði getað vandað mig betur ef að það hefði ekki verið maður í bakinu á mér," sagði Sandra María. „Vonandi næ ég líka gullskónum en ég verð mjög ánægð ef við vinnum deildina. Það er númer eitt og það er bara bónus ef ég næ líka þessum gullskó," sagði Sandra María. „Þetta lítur rosalega vel út en við eigum líka erfiða leiki eftir eins og til dæmis ÍBV úti og Aftureldingu og Selfoss heima. Svo er síðasti leikurinn á móti Fylki úti," segir Sandra sem ætlar að passa sig á því að fara ekki fram úr sér á lokasprettinum. „Við sýndum sterkan karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Við vorum með boltann meira í byrjun og vorum að sækja en svo fá þær eina sókn og skora. Þetta var eins og hin liðin hafa stundum verið að lenda í á móti okkur. Við héldum bara áfram og það var það sem skilaði þessum þremur stigum hjá okkur. Barátan viljinn og að við unnum allar saman," sagði Sandra María sem fiskaði vítið sem skilaði sigurmarkinu en var þetta víti? „Ég get ekki dæmt um það og dómarinn dæmir bara. Ég þarf að sjá það á myndbandi til að gera sagt það," sagði Sandra María en vildi hún ekki fá að taka vítið. „Mér langaði að taka vítið en Kayle er líka búin að langa það svo lengi þannig að ég ákvað að leyfa henni að taka það," sagði Sandra María brosandi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Nær Þór/KA sex stiga forskoti? Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir. 16. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Þór/KA er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi deildar kvenna eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í kvöld. Breiðablik komst yfir í upphafi leiks en Þór/KA liðinu tókst að jafna í lok fyrri hálfleik og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu þrettán mínútum fyrir leikslok. Ferðir Þór/KA liðsins suður yfir heiðar hafa skilað liðinu 19 af 21 stigi í boði í sumar og þetta frábæra gengi liðsins á útivelli ætlar að reynast liðinu dýmætt í baráttunni fyrir fyrsta Íslandsmeistaratitli norðanstelpna. Sandra María Jessen, 17 ára framherji Þór/KA, er í baráttunni um gullskóinn en náði ekki að bæta við marki í kvöld en réð engu að síður úrslitum leiksins því hún bjó til bæði mörkin fyrir Þór/KA-liðið í kvöld. Björk Gunnarsdóttir kom Blikum yfir strax á sjöundu mínútu leiksins með laglegu skoti utarlega úr teignum en þetta var langt frá því að vera fyrsta dauðafæri leiksins. Þór/KA-liðið var þá búið að fá þrjú mjög góð færi og Björk sjálf hafði einnig sloppið ein í gegn. Þór/KA varð fyrir áfalli þegar framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn en Jóhann þjálfari lét sínar stelpur spila manni færri í fimm mínútur á meðan það kom í ljós hvort Katrín gæti haldið áfram. Katrín meiddist þegar hún lenti í samstuði við Önnu Birnu Þorvarðardóttur sem þurfti líka að yfirgefa völlinn. Svíinn Rebecca Johnson kom inn fyrir Katrínu og það var síðan hún sem jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik. Allan heiðurinn á markinu á þó Sandra María Jessen sem bjó færið algjörlega fyrir hana. Johnson fékk boltann alein í teignum og skoraði auðveldlega. Það var mikil barátta og talsverð harka í upphafi seinni hálfleiks en Blikaliðið tók síðan völdin og var mun líklegra til að komast yfir. Það var hinsvegar Sandra María Jessen sem var aftur örlagavaldur Blikaliðsins því hún slapp inn fyrir vörnina á 77. mínútu og fékk víti sem Kayle Grimsley skoraði af öryggi úr. Það reyndist síðan vera sigurmark Þór/KA í leiknum. Arna Sif: Við erum ákveðnar í að landa þessum titli„Við erum eiginlega með hundrað prósent nýtingu á útivöllum sem er frábært," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA kát í leikslok. Þór/KA-liðið lenti undir í upphafi leiks, missti síðan lykilmaninn Katrínu Ásbjörnsdóttur meidda af velli eftir sextán mínútur en tókst samt að landa mikilvægum sigri „Svona er þetta búið að vera í sumar því liðsheildin er frábær og það skiptir ekki máli hver er inn á vellinum. Nú erum við komnar ansi nálægt Íslandsmeistaratitlinum en við höldum áfram að taka einn leik fyrir í einu og sjá síðan hverju það skilar okkur. Það er alveg nóg eftir," sagði Arna Sif. „Við erum ákveðnar í að landa þessum titli. Við erum búnar að fá ansi neikvæða umfjöllun upp á síðkastið og það hvetur okkur bara áfram. Menn eru að tala um að það skilji enginn af hverju við séum á toppnum og að við séum alltaf heppnar. Við erum búnar að sýna það í síðustu leikjum að það er ekki rétt," sagði Arna Sif. Hún hrósaði hinni 17 ára gömlu Söndru Maríu Jessen sem lagði upp bæði mörkin „Sandra er búin að vera frábær í sumar og hún heldur bara áfram á sömu braut því henni þykir þetta ekki leiðinlegt," sagði Arna Sif sem lék vel í vörninni en hún hefur spilað aftar á vellinum í ár en undanfarin sumur. „Þetta er allt að koma hjá mér. Ég átti ekki að vera þarna í byrjun sumars og þetta var bara ákvörðun sem var tekin á síðustu stundu. Þetta er að venjast og allt að koma," sagði Arna Sif. Björk: Mér fannst hún sparka í boltann„Þetta hefur gerst í nokkrum leikjum hjá okkur í sumar en svona er bara fótboltinn því það getur víst allt gerst í þessu," sagði Blikinn Björk Gunnarsdóttir í leikslok en Breiðabliksliðið hefur tapað mörgum jöfnum leikjum í sumar. "Það er mikið af jöfnum liðum í deildinni og þá geta svona leikir dottið beggja vegna en við höfum líka verið óheppnar. Það voru fullt af færum sem við nýttum ekki en þær líka," sagði Björk. „Þetta datt bara þeirra megin í dag en það þurfti víti til. Ég ætla ekki að dæma um hvort að þetta hafi verið víti eða ekki því ég er ekki dómari en mér fannst hún sparka í boltann. Dómarinn dæmir þetta," sagði Björk en sigurmark Þór/KA kom úr vítaspyrnu þrettán mínútum fyrir leikslok. „Við tökum bara einn leik fyrir í einu eins og venjulega og stefnum bara að sigri í næsta leik," sagði Björk en er tímabilið ekki fyrir neðan væntingar hjá Blikakonum? „Fyrir neðan væntingar eða ekki. Breiðablik varð í sjötta sæti í fyrra og þetta er því skref upp á við. Þetta er samt mjög þétt og miklu þéttara en í fyrra. Breiðablik er með jafnmörg stig og liðið endaði með í fyrra og við eigum fjóra leiki eftir. Við ætlum að gera betur en í fyrra þannig að við ætlum að vinna einhverja leiki og hala inn fleiri stigum," sagði Björk sem skoraði fallegt mark í upphafi leiks og kom Breiðabliki í 1-0. „Það er alltaf gaman að skora og það var líka langt síðan að ég skoraði seinast. Það telur samt lítið þegar það skilar ekki sigri," sagði Björk að lokum. Jóhann Kristinn: Ég er rígmontinn af þeimJóhann Kristinn Gunnarsson er að gera frábæra hluti með Þór/KA-liðið í Pepsi-deild kvenna og liðið hans er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með sex stiga forskot þegar tólf stig eru eftir í pottinum. „Ég er himinlifandi með þennan sigur og ég er rígmontinn af þeim," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson kátur í leikslok og hann leit ekki á það sem mótlæti að fá á sig mark í upphafi leiks. „Stelpurnar átta sig alveg á þessu því þótt að þær séu ungar þá eru þær engir vitleysingar. Það er ekkert mótlæti í gangi þótt að liðið lendi undir. Við erum að spila á móti sterku liði og við vissum það fyrir fram. Þær geta alveg skorað á undan eins og við og þær gerðu það í dag. Við vissum það samt allan tímann að við gætum skorað og komið til baka," sagði Jóhann Kristinn og hann vissi vel hvaða áhrif það hafi á sínar stelpur þegar fólk út í bæ er að tala um að þær séu heppnar og að enginn skilji af hverju þær séu á toppnum. „Fyrir mig sem þjálfara þá er þessi umræða frábær því ég þarf ekki að segja neitt inn í klefa. Þær gíra sig sjálfar upp enda pirraðar á umfjölluninni. Þær ætla bara að sanna sig og eru harðar í því. Það sést í dag þegar þær koma til baka á móti einu sterkasta liði landsins. Þær eru bara að segja fólki hvað þær ætla að gera og það er bara eitt," sagði Jóhann. Katrín Ásbjörnsdóttir meiddist illa á ökkla á 16. mínútu og var borin af velli. „Þetta er nýtt og þetta lítur illa út. Hún steig asnalega niður og fékk á sig tæklingu í leiðinni. Hún er stokkbólgin eftir takkana en þetta var samt ekkert brot. Hún var óheppin og misstígur sig mjög illa. Hún er slæm í dag en verður betri á morgun og svo koll að kolli," sagði Jóhann sem átti ás upp í hendi því hann skipti sænska framherjanaum Rebeccu Johnson inn og hún skoraði síðan jöfnunarmarkið. „Ég var ánægður með Rebeccu því hún kom vel inn í leikinn og það var barátta í henni sem ég var mjög hrifinn af," sagði Jóhann en enn á ný var það hin 17 ára gamal Sandra María Jessen sem gerði útslagið með því að leggja upp bæði mörkin. „Sandra hefur verið að standa sig mjög vel í sumar en í dag átti hún að vera búin að setja tvö mörk í blábyrjun. Leikmenn gera mistök og þær eru ekki það vitlausar að láta mistök verða að öðrum mistökum," sagði Jóhann að lokum. Sandra María: Það er númer eitt að vinna deildina„Þetta skilar okkur vonandi í lokin því þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig sem við vorum að vinna hérna í kvöld," sagði hin 17 ára gamla Sandra María Jessen en þessi markahæsti leikmaður deildarinnar bjó til bæði mörk Þór/KA-liðsins í kvöld. „Maður nær ekki alltaf að skora og stundum er nóg að gefa fyrir. Það er allt liðið sem er að gera þetta og þó svo að ég sé að skora mikið þá eru líka aðrir að byggja það upp. Ég var í því hlutverki í dag og það var mjög gaman," sagði Sandra María sem fékk þó færi til að skora í kvöld. „Ég átti tvö góð færi í upphafi sem ég átti að geta nýtt betur en ég vissi ekki hvort ég hefði tíma eða ekki þannig að ég skaut bara strax. Ég hefði getað vandað mig betur ef að það hefði ekki verið maður í bakinu á mér," sagði Sandra María. „Vonandi næ ég líka gullskónum en ég verð mjög ánægð ef við vinnum deildina. Það er númer eitt og það er bara bónus ef ég næ líka þessum gullskó," sagði Sandra María. „Þetta lítur rosalega vel út en við eigum líka erfiða leiki eftir eins og til dæmis ÍBV úti og Aftureldingu og Selfoss heima. Svo er síðasti leikurinn á móti Fylki úti," segir Sandra sem ætlar að passa sig á því að fara ekki fram úr sér á lokasprettinum. „Við sýndum sterkan karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Við vorum með boltann meira í byrjun og vorum að sækja en svo fá þær eina sókn og skora. Þetta var eins og hin liðin hafa stundum verið að lenda í á móti okkur. Við héldum bara áfram og það var það sem skilaði þessum þremur stigum hjá okkur. Barátan viljinn og að við unnum allar saman," sagði Sandra María sem fiskaði vítið sem skilaði sigurmarkinu en var þetta víti? „Ég get ekki dæmt um það og dómarinn dæmir bara. Ég þarf að sjá það á myndbandi til að gera sagt það," sagði Sandra María en vildi hún ekki fá að taka vítið. „Mér langaði að taka vítið en Kayle er líka búin að langa það svo lengi þannig að ég ákvað að leyfa henni að taka það," sagði Sandra María brosandi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Nær Þór/KA sex stiga forskoti? Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir. 16. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Nær Þór/KA sex stiga forskoti? Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir. 16. ágúst 2012 06:00