Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará 15. ágúst 2012 06:00 Í fyrra veiddust 850 bleikjur í Norðfjarðará en að meðaltali er veiðin um 700 bleikjur á sumri. Ekki er óalgengt að það veiðist 3 til 5 punda bleikjur í ánni. Mynd / Kristín Hávarðsdóttir Rúmlega 500 bleikjur eru komnar á land í Norðarfjarðará sem er með betri bleikjuveiðiám landsins með að jafnaði um 700 bleikjur á sumri. Þetta kemur fram á vefsíðunni veida.is. "Veiði í ánni hefur gengið vel í sumar, þótt færri laxar séu komnir á land heldur en oft áður á þessum tíma," segir á veida.is. "Nú eru rúmlega 500 bleikjur komnar í veiðibókina og 3 laxar." Veitt er á þrjár stangir í Norðfjarðará og er veiðimönnum leyft að nota flugu, maðk eða spún. Samtals eru um 20 merktir veiðistaðir í ánni. Á veida.is segir að áin sé ein af perlum Austurlands og vel sótt af heimamönnum framan af sumri. Auk þess að skila um 700 bleikjum á land á hverju ári veiðast árlega á bilinu 30 til 40 laxar í ánni. Fram til 9. september kostar stöngin 9.000 krónur á dag. En frá 10. til 20. september kostar hún 6.000 krónur. Hér er hægt að sjá hvernig hægt er að nálgast veiðileyfi. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði
Rúmlega 500 bleikjur eru komnar á land í Norðarfjarðará sem er með betri bleikjuveiðiám landsins með að jafnaði um 700 bleikjur á sumri. Þetta kemur fram á vefsíðunni veida.is. "Veiði í ánni hefur gengið vel í sumar, þótt færri laxar séu komnir á land heldur en oft áður á þessum tíma," segir á veida.is. "Nú eru rúmlega 500 bleikjur komnar í veiðibókina og 3 laxar." Veitt er á þrjár stangir í Norðfjarðará og er veiðimönnum leyft að nota flugu, maðk eða spún. Samtals eru um 20 merktir veiðistaðir í ánni. Á veida.is segir að áin sé ein af perlum Austurlands og vel sótt af heimamönnum framan af sumri. Auk þess að skila um 700 bleikjum á land á hverju ári veiðast árlega á bilinu 30 til 40 laxar í ánni. Fram til 9. september kostar stöngin 9.000 krónur á dag. En frá 10. til 20. september kostar hún 6.000 krónur. Hér er hægt að sjá hvernig hægt er að nálgast veiðileyfi. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði