Ótrúleg veiðitækni grænhegra Trausti Hafliðason skrifar 28. ágúst 2012 07:00 Grænhegrinn er augljóslega eldklár veiðifugl. Myndband af grænhegra á veiðum nýtur nú mikillar hylli á YouTube. Myndbandið sýnir hvernig fuglinn beitir brauði á lymskulegan hátt þar til fiskurinn lætur glepjast. Ekki fylgir sögunni hvar myndbandið er tekið en heimkynni grænhegrans (Butorides virescens) eru í Mið- og Norður-Ameríku. Reyndar hefur þessi tegund þvælst til Íslands og meðal annars hafa náðst myndir af honum í Austur-Skaftafellssýslu. Sjón er sögu ríkari og hér er tengill á YouTube-myndabandið sem ætti að létta mönnum lundina í fiskleysinu hér heima. Fyrir þá sem vilja lesa meira um grænhegran þá er greinarstúfur um hann á Wikipedia. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði
Myndband af grænhegra á veiðum nýtur nú mikillar hylli á YouTube. Myndbandið sýnir hvernig fuglinn beitir brauði á lymskulegan hátt þar til fiskurinn lætur glepjast. Ekki fylgir sögunni hvar myndbandið er tekið en heimkynni grænhegrans (Butorides virescens) eru í Mið- og Norður-Ameríku. Reyndar hefur þessi tegund þvælst til Íslands og meðal annars hafa náðst myndir af honum í Austur-Skaftafellssýslu. Sjón er sögu ríkari og hér er tengill á YouTube-myndabandið sem ætti að létta mönnum lundina í fiskleysinu hér heima. Fyrir þá sem vilja lesa meira um grænhegran þá er greinarstúfur um hann á Wikipedia. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði