Harpa: Spilaðist eins og við vildum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 25. ágúst 2012 20:28 Harpa á ferðinni í dag. mynd/daníel „Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok. „Við spiluðum við Breiðablik fyrr í vikunni og lokuðum vel varnarlega þar og við héldum áfram þeirri vinnu í dag," sagði Harpa sem brást bogalistin í öðru af tveimur bestu færum Stjörnunnar í leiknum snemma leiks. „Ég hefði grátið mig í svefn í kvöld ef við hefðum tapað þessum leik eftir að ég klúðraði þessu færi. Við vissum samt að þó við værum passívar þá fengum við þessi færi og þá myndum við fá fleiri færi í seinni hálfleik. „Valur er með mjög vel spilandi lið og þetta var mjög sterkt lið sem við vorum að eiga við. Við yfirspiluðum þær ekki þó við værum sterkari. Þetta var hörkuleikur. „Gunnhildur hefur verið að spara þessi mörk í sumar og kemur með þetta á góðum augnablikum fyrir framan fjölda áhorfenda, hún kann þetta stelpan. Hún er að kóróna gott sumar, hún hefur verið frábær fyrir okkur og það er ekki leiðinlegt að skora svona mark í svona leik. Þetta frábært fyrir hana og fyrir okkur. „Við ætluðum okkur að vera á toppnum í deildinni líka en að vera búnar að landa þessum bikar og vera í öðru sæti í deildinni, Íslandsmeistari í fyrra og vinna meistara meistaranna. Þetta er góð uppskera hjá okkur og við höldum bara áfram," sagði Harpa að lokum. Nánari umfjöllun og fleiri viðtöl má finna í greininni hér að neðan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. 25. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok. „Við spiluðum við Breiðablik fyrr í vikunni og lokuðum vel varnarlega þar og við héldum áfram þeirri vinnu í dag," sagði Harpa sem brást bogalistin í öðru af tveimur bestu færum Stjörnunnar í leiknum snemma leiks. „Ég hefði grátið mig í svefn í kvöld ef við hefðum tapað þessum leik eftir að ég klúðraði þessu færi. Við vissum samt að þó við værum passívar þá fengum við þessi færi og þá myndum við fá fleiri færi í seinni hálfleik. „Valur er með mjög vel spilandi lið og þetta var mjög sterkt lið sem við vorum að eiga við. Við yfirspiluðum þær ekki þó við værum sterkari. Þetta var hörkuleikur. „Gunnhildur hefur verið að spara þessi mörk í sumar og kemur með þetta á góðum augnablikum fyrir framan fjölda áhorfenda, hún kann þetta stelpan. Hún er að kóróna gott sumar, hún hefur verið frábær fyrir okkur og það er ekki leiðinlegt að skora svona mark í svona leik. Þetta frábært fyrir hana og fyrir okkur. „Við ætluðum okkur að vera á toppnum í deildinni líka en að vera búnar að landa þessum bikar og vera í öðru sæti í deildinni, Íslandsmeistari í fyrra og vinna meistara meistaranna. Þetta er góð uppskera hjá okkur og við höldum bara áfram," sagði Harpa að lokum. Nánari umfjöllun og fleiri viðtöl má finna í greininni hér að neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. 25. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. 25. ágúst 2012 00:01