Flundra í sókn á Ströndum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2012 08:00 Þessi flundra var við útfallið í Hraunsfirði í lok júní. Flundrurnar skiptu þar hundruðum en einnig sást drjúgt af bleikju og laxi á sama stað. Mynd / Svavar Flatfiskurinn flundra virðist vera að ná sér á strik í ferskvatni við Húnaflóa. Að minnsta kosti hirtu bleikjuveiðimenn á Ströndum 53 slíkar úr netum sínum fyrr í þessum mánuði. Í vík einni á Ströndum háttar þannig til að sjávarfalla gætir í stöðuvatni sem er yst í dalnum. Þar er bleikja veidd bæði á stöng og í net. Fyrir um tíu dögum hirti einn hópur sem þar var á ferð 53 flundrur úr netinu en fékk aðeins sjö sjóbleikjur. Sagðist talsmaður hópsins ætla að reyna til þrautar í vetur að gera ætan mat úr flatfiskinum - hann væri hvort sem er augljóslega kominn til að vera. Bleikjuveiðimönnum stendur stuggur af flundrunni því hún getur lagt undir sig búsvæði bleikjunnar og spillt þar með viðkomu þessa eftirsótta sportfisks. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði
Flatfiskurinn flundra virðist vera að ná sér á strik í ferskvatni við Húnaflóa. Að minnsta kosti hirtu bleikjuveiðimenn á Ströndum 53 slíkar úr netum sínum fyrr í þessum mánuði. Í vík einni á Ströndum háttar þannig til að sjávarfalla gætir í stöðuvatni sem er yst í dalnum. Þar er bleikja veidd bæði á stöng og í net. Fyrir um tíu dögum hirti einn hópur sem þar var á ferð 53 flundrur úr netinu en fékk aðeins sjö sjóbleikjur. Sagðist talsmaður hópsins ætla að reyna til þrautar í vetur að gera ætan mat úr flatfiskinum - hann væri hvort sem er augljóslega kominn til að vera. Bleikjuveiðimönnum stendur stuggur af flundrunni því hún getur lagt undir sig búsvæði bleikjunnar og spillt þar með viðkomu þessa eftirsótta sportfisks.
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði