Happdrættisvinningur að fá Orange-verðlaunin 6. september 2012 18:00 Téa Obreht tók á móti Orange-verðlaununum í júni árið 2011, þremur mánuðum eftir að fyrsta skáldsaga hennar, Kona tígursins, kom út í Bandaríkjunum. Téa er yngsti rithöfundurinn sem hefur hlotið þessi virtu verðlaun, en hún er fædd árið 1985. nordicphotos/getty Nýverið kom út hjá Forlaginu í íslenskri þýðingu skáldsagan Kona tígursins. Hún er fyrsta verk Téu Obreht, sem er fædd árið 1985. Hún er yngsti rithöfundurinn sem hlýtur hin virtu Orange-bókmenntaverðlaun. Strax í upphafi skáldsögunnar Konu tígursins slást lesendur í för með unglækninum Natalíu, í leiðangri hennar á Balkanskaga til að hjálpa munaðarleysingjum og stríðshrjáðu fólki. Á ferð sinni fréttir Natalía að afi hennar hafi dáið í afskekktu þorpi en enginn veit um erindi hans þangað. Þannig hefst bókin sem Téa byggir á þjóðtrú og sögnum síns fólks, en ekki síst nánu sambandi sínu við afa sinn. Það kom mörgum á óvart þegar Téa hlaut Orange-verðlaunin árið 2011 fyrir bókina. Þá var hún 26 ára gömul, en hún er yngsti rithöfundurinn sem hlýtur þennan heiður. Téa sat við skriftir á heimili sínu í New York þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar, til að forvitnast um ævintýri rithöfundarins í kjölfar útgáfu bókarinnar. Téa byrjar á því að lýsa því hvernig þær góðu viðtökur sem bókin hlaut komu henni í opna skjöldu. "Ég held að enginn hafi búist við þessum viðtökum. Þetta var fyrsta verk okkar allra sem stöndum að bókinni, fyrsta skáldsaga mín, fyrsta verkefni umboðsmanns míns og fyrsta bókin sem ritstjórinn minn tók að sér. Ég var steinhissa þegar ég vann til Orange-verðlaunanna, því ég er ekki vön að vinna nokkurn skapaðan hlut. Aldrei vann ég neitt í happdrætti í skólanum! En þetta var mikill heiður og ég er mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin hefur fengið. Téa segir góðar viðtökur Konu tígursins hafa opnað henni margar dyr. Það mikilvægasta sem þó hafi komið út úr því sé að nú geti hún lifað alfarið af skrifum sínum. "Nú get ég kallað sjálfa mig starfandi rithöfund, ég skrifa heima hjá mér og fæ tækifæri til að ferðast um allan heim þess á milli. Ég hef fengið að hitta fjöldann allan af rithöfundum sem ég hef dáðst að í gegnum árin, svo þetta hefur verið alveg einstök reynsla. Hún er byrjuð á nýrri bók, sem mætti ímynda sér að gæti verið erfitt, eftir svo kröftugt upphaf á ferlinum. "Það var nokkuð erfitt að byrja á nýrri bók, en mér er farið að líða betur og betur með þetta. Þetta ferli er samt allt öðruvísi en þegar ég skrifaði fyrstu bókina. Margir rithöfundar hafa hughreyst mig með því að önnur bókin sé oft sú erfiðasta. Ég held mér fast í þau orð, segir Téa og hlær. Téa er fædd í Serbíu en fluttist til Bandaríkjanna með móður sinni þegar hún var ellefu ára að aldri. Fram að þeim tíma höfðu afi hennar, sem var kaþólskur Slóveni, og amma, sem er Bosníuserbi, alið hana upp að mestu. "Mamma mín var einstæð og vann mjög mikið. Við bjuggum hjá ömmu og afa og þau sáu um mig að mestu. Við mamma flúðum Júgóslavíu með ömmu og afa, fyrst til Kýpur og síðar til Egyptalands. Þegar við mamma komum til Bandaríkjanna fóru amma og afi aftur til Serbíu og amma býr þar enn þá, í Belgrad. Natalía, aðalsögupersóna Konu tígursins, á margt sameiginlegt með Téu. Rétt eins og hún var Téa afar náin afa sínum og því varð dauði hans árið 2006 henni mikið áfall. "Það var andlát afa míns sem ýtti mér út í að skrifa þessa bók. Dýpt sambandsins sem Natalía á við afa sinn byggir á sambandi mínu við afa minn. Að öðru leyti er þetta skáldskapur.holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýverið kom út hjá Forlaginu í íslenskri þýðingu skáldsagan Kona tígursins. Hún er fyrsta verk Téu Obreht, sem er fædd árið 1985. Hún er yngsti rithöfundurinn sem hlýtur hin virtu Orange-bókmenntaverðlaun. Strax í upphafi skáldsögunnar Konu tígursins slást lesendur í för með unglækninum Natalíu, í leiðangri hennar á Balkanskaga til að hjálpa munaðarleysingjum og stríðshrjáðu fólki. Á ferð sinni fréttir Natalía að afi hennar hafi dáið í afskekktu þorpi en enginn veit um erindi hans þangað. Þannig hefst bókin sem Téa byggir á þjóðtrú og sögnum síns fólks, en ekki síst nánu sambandi sínu við afa sinn. Það kom mörgum á óvart þegar Téa hlaut Orange-verðlaunin árið 2011 fyrir bókina. Þá var hún 26 ára gömul, en hún er yngsti rithöfundurinn sem hlýtur þennan heiður. Téa sat við skriftir á heimili sínu í New York þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar, til að forvitnast um ævintýri rithöfundarins í kjölfar útgáfu bókarinnar. Téa byrjar á því að lýsa því hvernig þær góðu viðtökur sem bókin hlaut komu henni í opna skjöldu. "Ég held að enginn hafi búist við þessum viðtökum. Þetta var fyrsta verk okkar allra sem stöndum að bókinni, fyrsta skáldsaga mín, fyrsta verkefni umboðsmanns míns og fyrsta bókin sem ritstjórinn minn tók að sér. Ég var steinhissa þegar ég vann til Orange-verðlaunanna, því ég er ekki vön að vinna nokkurn skapaðan hlut. Aldrei vann ég neitt í happdrætti í skólanum! En þetta var mikill heiður og ég er mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin hefur fengið. Téa segir góðar viðtökur Konu tígursins hafa opnað henni margar dyr. Það mikilvægasta sem þó hafi komið út úr því sé að nú geti hún lifað alfarið af skrifum sínum. "Nú get ég kallað sjálfa mig starfandi rithöfund, ég skrifa heima hjá mér og fæ tækifæri til að ferðast um allan heim þess á milli. Ég hef fengið að hitta fjöldann allan af rithöfundum sem ég hef dáðst að í gegnum árin, svo þetta hefur verið alveg einstök reynsla. Hún er byrjuð á nýrri bók, sem mætti ímynda sér að gæti verið erfitt, eftir svo kröftugt upphaf á ferlinum. "Það var nokkuð erfitt að byrja á nýrri bók, en mér er farið að líða betur og betur með þetta. Þetta ferli er samt allt öðruvísi en þegar ég skrifaði fyrstu bókina. Margir rithöfundar hafa hughreyst mig með því að önnur bókin sé oft sú erfiðasta. Ég held mér fast í þau orð, segir Téa og hlær. Téa er fædd í Serbíu en fluttist til Bandaríkjanna með móður sinni þegar hún var ellefu ára að aldri. Fram að þeim tíma höfðu afi hennar, sem var kaþólskur Slóveni, og amma, sem er Bosníuserbi, alið hana upp að mestu. "Mamma mín var einstæð og vann mjög mikið. Við bjuggum hjá ömmu og afa og þau sáu um mig að mestu. Við mamma flúðum Júgóslavíu með ömmu og afa, fyrst til Kýpur og síðar til Egyptalands. Þegar við mamma komum til Bandaríkjanna fóru amma og afi aftur til Serbíu og amma býr þar enn þá, í Belgrad. Natalía, aðalsögupersóna Konu tígursins, á margt sameiginlegt með Téu. Rétt eins og hún var Téa afar náin afa sínum og því varð dauði hans árið 2006 henni mikið áfall. "Það var andlát afa míns sem ýtti mér út í að skrifa þessa bók. Dýpt sambandsins sem Natalía á við afa sinn byggir á sambandi mínu við afa minn. Að öðru leyti er þetta skáldskapur.holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira