Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Trausti Hafliðason skrifar 5. september 2012 13:33 Helgi Þórhallsson veiddi þennan fjögurra punda lax í Svartafossi, efst í ánni. Mynd / Þorgils Jónsson Veiðin í Krossá í Bitrufirði hefur, líkt og nánast flestum öðrum ám, verið dræm í sumar. Þorgils Jónsson, sem var við veiðar í ánni um ásamt félögum sínum, segir að um síðustu helgi hafi 37 laxar verið skráðir í veiðibókina. Þess ber að geta að Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um ástundunina í sumar, en á agn.is má sjá að töluvert er laust í ánni nú í september. Þorgils segir að miðað við árstíma hafi komið nokkuð á óvart hversu lítið vatn hafi verið í ánni. Það rýmar ágætlega við ástandið á þessum slóðum í sumar en ár við Hrútafjörð hafa til að mynda verið afar vatnslitlar nánast allt veiðitímabilið. Hann segir að þrátt fyrir vatnsleysið hafi mönnum tekist að kreista upp eina bleikju og tvo laxa en báðir voru þeir í kringum fjögur pund. Krossá í Bitrufirði, er fyrir þá sem ekki þekkja, tveggja stanga á. Veiðisvæðið er 8 kílómetra langt og teygir sig frá Svartafossi niður að Neðri brú. Fyrir tveimur árum veiddust 162 laxar í ánni, sem er verulega gott en í fyrra veiddust 76 laxar. Árið 2009 veiddust 99 laxar og árið 2008 voru þeir 82.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði
Veiðin í Krossá í Bitrufirði hefur, líkt og nánast flestum öðrum ám, verið dræm í sumar. Þorgils Jónsson, sem var við veiðar í ánni um ásamt félögum sínum, segir að um síðustu helgi hafi 37 laxar verið skráðir í veiðibókina. Þess ber að geta að Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um ástundunina í sumar, en á agn.is má sjá að töluvert er laust í ánni nú í september. Þorgils segir að miðað við árstíma hafi komið nokkuð á óvart hversu lítið vatn hafi verið í ánni. Það rýmar ágætlega við ástandið á þessum slóðum í sumar en ár við Hrútafjörð hafa til að mynda verið afar vatnslitlar nánast allt veiðitímabilið. Hann segir að þrátt fyrir vatnsleysið hafi mönnum tekist að kreista upp eina bleikju og tvo laxa en báðir voru þeir í kringum fjögur pund. Krossá í Bitrufirði, er fyrir þá sem ekki þekkja, tveggja stanga á. Veiðisvæðið er 8 kílómetra langt og teygir sig frá Svartafossi niður að Neðri brú. Fyrir tveimur árum veiddust 162 laxar í ánni, sem er verulega gott en í fyrra veiddust 76 laxar. Árið 2009 veiddust 99 laxar og árið 2008 voru þeir 82.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði