Kayle Grimsley: Ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 15:30 Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi. „Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA. Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar. „Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi. „Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA. Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar. „Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira