Haustgöngurnar að byrja í Stóru-Laxá? 3. september 2012 22:41 Veiðimaður mundar stöngina í Stóru-Laxá. Mynd / Björgólfur Hávarðsson Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði
Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði