Sýnir íslenskar klisjur í London 3. september 2012 14:00 Hallgerður var valin til að sýna á Freshfaced + Wildeyed en verk hennar má sjá á Hallgerður.com. "Þetta er eitt af flottustu ljósmyndagalleríum í heimi," segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bretlandi til að sýna á árlegu sýningunni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer's Gallery 14. september í London. "Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi," segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir myndlistarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig viðtal við Hallgerði sem var fyrsti viðmælandi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljósmyndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt - frá tuttugu og tveggja til 48 ára. "Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir." Hallgerður sýnir útskriftarverkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. "Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt," segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Þetta er eitt af flottustu ljósmyndagalleríum í heimi," segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bretlandi til að sýna á árlegu sýningunni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer's Gallery 14. september í London. "Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi," segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir myndlistarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig viðtal við Hallgerði sem var fyrsti viðmælandi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljósmyndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt - frá tuttugu og tveggja til 48 ára. "Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir." Hallgerður sýnir útskriftarverkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. "Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt," segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira