Laxárdalurinn veldur mönnum áhyggjum 2. september 2012 18:45 Laxárdalurinn gaf 763 fiska en Mývatnssveitin 3.719. Mynd/Garðar Heildarveiðin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal heldur áfram að aukast milli ára – batinn er þó eingöngu í Mývatnssveit en í Laxárdalnum valda veiðitölur mönnum nokkrum áhyggjum. Þann 31. ágúst lauk veiðum á tveimur urriðasvæðum Laxár í Suður Þingeyjarsýslu, en árnefndin var í Mývatnssveitinni síðustu dagana ásamt fleiri veiðimönnum, eins og sagt er frá á svfr.is. Þar segir: "Frómt frá sagt var mögnuð veiði þessa daga á flestum svæðum en veitt var á allskonar þurrar, votar eða straumlínulagaðar flugur. Semsagt eitthvað fyrir alla í fjölmennum hópi fluguveiðinörda!" Samtals voru 4.482 urriðar skráðir í veiðibækur á þessum svæðum sem er 11% aukning frá árinu á undan. Þessi heildarveiði er mjög nálægt meðalveiði árinnar síðustu 25 ár. Í Mývatnssveitinni veiddust 3.719 fiskar sem er 15% aukning í veiði frá árinu á undan en í Laxárdalnum veiddust 763 fiskar sem er um 8% samdráttur frá árinu á undan. "Eru menn farnir að hafa verulegar áhyggjur af slakri veiði í Laxárdalnum fjórða árið í röð og eru uppi ýmsar kenningar um hvað veldur. En þetta er ekki einsdæmi. Á fyrri hluta 10. áratugarins (1991-1996) komu fimm ár í röð með enn lakari veiði í Dalnum en nú er reyndin," segir í frétt SVFR. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði
Heildarveiðin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal heldur áfram að aukast milli ára – batinn er þó eingöngu í Mývatnssveit en í Laxárdalnum valda veiðitölur mönnum nokkrum áhyggjum. Þann 31. ágúst lauk veiðum á tveimur urriðasvæðum Laxár í Suður Þingeyjarsýslu, en árnefndin var í Mývatnssveitinni síðustu dagana ásamt fleiri veiðimönnum, eins og sagt er frá á svfr.is. Þar segir: "Frómt frá sagt var mögnuð veiði þessa daga á flestum svæðum en veitt var á allskonar þurrar, votar eða straumlínulagaðar flugur. Semsagt eitthvað fyrir alla í fjölmennum hópi fluguveiðinörda!" Samtals voru 4.482 urriðar skráðir í veiðibækur á þessum svæðum sem er 11% aukning frá árinu á undan. Þessi heildarveiði er mjög nálægt meðalveiði árinnar síðustu 25 ár. Í Mývatnssveitinni veiddust 3.719 fiskar sem er 15% aukning í veiði frá árinu á undan en í Laxárdalnum veiddust 763 fiskar sem er um 8% samdráttur frá árinu á undan. "Eru menn farnir að hafa verulegar áhyggjur af slakri veiði í Laxárdalnum fjórða árið í röð og eru uppi ýmsar kenningar um hvað veldur. En þetta er ekki einsdæmi. Á fyrri hluta 10. áratugarins (1991-1996) komu fimm ár í röð með enn lakari veiði í Dalnum en nú er reyndin," segir í frétt SVFR. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði