„Stórfiskar kafa víða um vatnamótin" 1. september 2012 11:09 Falleg veiði úr Tungufljóti. Myndin var tekin haustið 2009. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Líf er að færast í sjóbirtingsveiðina í Tungufljóti. Á tveimur tímum í gærkvöldi veiddust þrír birtingar sem voru allt að tíu punda þungir. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að rignt hafi duglega eystra síðustu daga og því sé útlit fyrir að birtingurinn sé snemma á ferðinni. „Veiðimenn sem leið áttu um úr laxlausri á í nágrenninu fengu að veiða tvo tíma nú undir kvöld [gærkvöld]," segir á vef SVFR. „Sögðu þeir mikið af birtingi mætt í Syðri-Hólma, náðu þar þremur fiskum á stuttum tíma - allt að tíu pundum. Undir kvöldið lygndi á þessum slóðum og mátti þá sjá stórfiska kafa víða um vatnamótin." Í fyrra veiddust 264 sjóbirtingar í Tungufljóti, 42 laxar og 3 bleikjur.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði
Líf er að færast í sjóbirtingsveiðina í Tungufljóti. Á tveimur tímum í gærkvöldi veiddust þrír birtingar sem voru allt að tíu punda þungir. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að rignt hafi duglega eystra síðustu daga og því sé útlit fyrir að birtingurinn sé snemma á ferðinni. „Veiðimenn sem leið áttu um úr laxlausri á í nágrenninu fengu að veiða tvo tíma nú undir kvöld [gærkvöld]," segir á vef SVFR. „Sögðu þeir mikið af birtingi mætt í Syðri-Hólma, náðu þar þremur fiskum á stuttum tíma - allt að tíu pundum. Undir kvöldið lygndi á þessum slóðum og mátti þá sjá stórfiska kafa víða um vatnamótin." Í fyrra veiddust 264 sjóbirtingar í Tungufljóti, 42 laxar og 3 bleikjur.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði