Hroki, dans og draumar Elísabet Brekkan skrifar 19. september 2012 16:00 Leikararnir tveir fara á kostum að mati gagnrýnenda; Hilmir snær smýgur undir skinnið á persónunum sem hann leikur og Stefán Karl er eftirminnilegur með öllum sínum geiflum. Ungir og efnilegir karlmenn sem bregða sér í ótal hlutverk ríða á vaðið hjá Þjóðleikhúsinu nú á leikárinu nýja. Í Kúlunni baular hún Búkolla, fuglar fljúga og hárið úr halanum verður að fjalli, skessu, eldi og fljóti hjá þeim Hilmi Jenssyni og Baldri Ragnarssyni undir styrkri stjórn Stefáns Halls Stefánssonar í stórgóðri sýningu ætlaðri leikskólabörnum. Á stóra sviðinu brenna innri eldar og aðrar kýr eru heldur betur með í heimsmyndinni og leiknum í þorpi á Írlandi þar sem Hollywood-leikhópur hefur komið sér fyrir í leikritinu "Með fulla vasa af grjóti". Þar bregða þeir Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason sér í ein fimmtán hlutverk. Leikritið var upphaflega skrifað fyrir írska leikhópinn Double Joint og frumsýnt árið 1996. Síðan hefur það farið sigurför um heiminn og var sýnt hér með sömu leikurum fyrir tíu árum. Leikstjórinn Ian McElhinney (eiginmaður höfundar) leikstýrði einnig verkinu hér í aldarbyrjun. Þeir Stefán Karl og Hilmir Snær gæða persónurnar slíku lífi að áhorfendur njóta hverrar setningar, glennu og grettu til fullnustu. Stefán Karl fór með runu af hlutverkum sem voru allt frá framburðarkennara að ungum, mjög vandræðalegum pilti, sem átti sér draum um að komast í kvikmyndirnar en hrokafull framkoma aðkomumanna varð til þess að hann bugaðist og fyllti vasa sína af grjóti á leiðinni út í koldimmt vatnið. Verkið fjallar í raun um þann árekstur sem verður þá er yfirborðslegir kvikmyndaleikarar koma sér fyrir í fallegu landslagi sem tilheyrir venjulegu fólki, svo venjulegu fólki að það þarf að beita brögðum og brellum til þess að skynja og skilja hvernig það talar og hugsar. Áreksturinn milli hrokans og einlægninnar, áreksturinn milli þeirra er peningana hafa og hinna sem þurfa á aurum að halda, áreksturinn milli rótleysis og róta er kjarni verksins. Spriklandi fimi leikaranna hvort heldur var í hlutverki kvenna eða karla var einstök. Írarnir tveir, Jake Quinn sem Stefán Karl leikur og Charlie Conlon sem Hilmir Snær blæs lífi í, segja söguna og eiga það sammerkt að vilja komast burt úr fátæktinni en eru að öðru leyti mjög ólíkar persónur. Quinn er óheflaður og fastur fyrir en Conlon er málamiðlunarmaður. Skiptingar milli atriða og persóna voru undraverðar. Hilmir Snær kann svo sannarlega listina að smjúga inn undir skinnið og skankana á skringipersónum. Það sannaðist best í hlutverki lífvarðarins, þar sem honum tókst hreinlega að skrumskæla skrokk sinn svo að sumir héldu að hann hefði troðið inn á sig kodda, en það var kroppurinn sjálfur sem kreisti upp afturendann þannig að það var engu líkara en að hann væri kominn með rassinn upp á milli herðablaðanna. Hlutverk Stefáns Karls með sínum heimsfrægu geiflum eru öll eftirminnileg, einkum gamli maðurinn Mickey, sem einhvern veginn getur ekkert verið nema írskur og óviðjafnanlegur var hinn spjátrungslegi aðstoðarleikstjóri. Írski dansinn ætlaði svo allt að trylla. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ungir og efnilegir karlmenn sem bregða sér í ótal hlutverk ríða á vaðið hjá Þjóðleikhúsinu nú á leikárinu nýja. Í Kúlunni baular hún Búkolla, fuglar fljúga og hárið úr halanum verður að fjalli, skessu, eldi og fljóti hjá þeim Hilmi Jenssyni og Baldri Ragnarssyni undir styrkri stjórn Stefáns Halls Stefánssonar í stórgóðri sýningu ætlaðri leikskólabörnum. Á stóra sviðinu brenna innri eldar og aðrar kýr eru heldur betur með í heimsmyndinni og leiknum í þorpi á Írlandi þar sem Hollywood-leikhópur hefur komið sér fyrir í leikritinu "Með fulla vasa af grjóti". Þar bregða þeir Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason sér í ein fimmtán hlutverk. Leikritið var upphaflega skrifað fyrir írska leikhópinn Double Joint og frumsýnt árið 1996. Síðan hefur það farið sigurför um heiminn og var sýnt hér með sömu leikurum fyrir tíu árum. Leikstjórinn Ian McElhinney (eiginmaður höfundar) leikstýrði einnig verkinu hér í aldarbyrjun. Þeir Stefán Karl og Hilmir Snær gæða persónurnar slíku lífi að áhorfendur njóta hverrar setningar, glennu og grettu til fullnustu. Stefán Karl fór með runu af hlutverkum sem voru allt frá framburðarkennara að ungum, mjög vandræðalegum pilti, sem átti sér draum um að komast í kvikmyndirnar en hrokafull framkoma aðkomumanna varð til þess að hann bugaðist og fyllti vasa sína af grjóti á leiðinni út í koldimmt vatnið. Verkið fjallar í raun um þann árekstur sem verður þá er yfirborðslegir kvikmyndaleikarar koma sér fyrir í fallegu landslagi sem tilheyrir venjulegu fólki, svo venjulegu fólki að það þarf að beita brögðum og brellum til þess að skynja og skilja hvernig það talar og hugsar. Áreksturinn milli hrokans og einlægninnar, áreksturinn milli þeirra er peningana hafa og hinna sem þurfa á aurum að halda, áreksturinn milli rótleysis og róta er kjarni verksins. Spriklandi fimi leikaranna hvort heldur var í hlutverki kvenna eða karla var einstök. Írarnir tveir, Jake Quinn sem Stefán Karl leikur og Charlie Conlon sem Hilmir Snær blæs lífi í, segja söguna og eiga það sammerkt að vilja komast burt úr fátæktinni en eru að öðru leyti mjög ólíkar persónur. Quinn er óheflaður og fastur fyrir en Conlon er málamiðlunarmaður. Skiptingar milli atriða og persóna voru undraverðar. Hilmir Snær kann svo sannarlega listina að smjúga inn undir skinnið og skankana á skringipersónum. Það sannaðist best í hlutverki lífvarðarins, þar sem honum tókst hreinlega að skrumskæla skrokk sinn svo að sumir héldu að hann hefði troðið inn á sig kodda, en það var kroppurinn sjálfur sem kreisti upp afturendann þannig að það var engu líkara en að hann væri kominn með rassinn upp á milli herðablaðanna. Hlutverk Stefáns Karls með sínum heimsfrægu geiflum eru öll eftirminnileg, einkum gamli maðurinn Mickey, sem einhvern veginn getur ekkert verið nema írskur og óviðjafnanlegur var hinn spjátrungslegi aðstoðarleikstjóri. Írski dansinn ætlaði svo allt að trylla.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira