Sigurjón Kjartansson: Eins og að selja osta til Sviss Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2012 11:47 Sigurjón Kjartansson er ákaflega ánægður með söluna. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður. Menning Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atari Anthology Leikjavísir Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður.
Menning Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atari Anthology Leikjavísir Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira