Beðmál í Blindrabókasafni 10. september 2012 18:30 Hildur sverrisdóttir. "Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þessa bók en síðustu tvær bækur sem ég las, en það voru kennslubækur í leikfimi," segir Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, hljóðbókalesari og sjónlýsandi. Þórunn er önnum kafin þessa dagana við að lesa íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáldsögu Fifty Shades of Gray eftir E. L. James, mest seldu bókar heims í dag, inn á hljóðbók fyrir Blindrabókasafn Íslands. Á næstu dögum hefst einnig lestur á bókinni Fantasíur sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur inn á slíka hljóðbók hjá Blindrabókasafninu. Kynlíf og tengdir hlutir eru veigamestu umfjöllunarefni beggja bókanna og má því segja að erótíkin ráði ríkjum í Blindrabókasafninu þessa dagana. Þórunn hefur lesið inn á flestar tegundir hljóðbóka í fjölda ára, meðal annars nokkrar bækur sem innihalda misjafnlega berorðar kynlífslýsingar. "Ætli það grófasta sem ég hef lesið hingað til sé ekki Belle du Jour - Opinská ævisaga gleðikonu í London sem kom út fyrir nokkrum árum. Snákar og eyrnalokkar eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehara var líka nokkuð djörf. Ég vanda mig alltaf eins og ég get, burtséð frá því hvers konar bækur ég les, og geri mitt besta til að hljóma sannfærandi í lestrinum," segir Þórunn og bætir við að hugsanlega gætu óreyndir lesarar átt erfitt með að lesa klámfengnar lýsingar upphátt. "Sjálf kippi ég mér ekki upp við þær og finnst alltaf jafn huggulegt að sitja í hljóðverinu og lesa upp." Hlutverk Blindrabókasafnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur aðgang að prentuðu máli á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Hafþór Ragnarsson, starfsmaður í hljóðveri safnsins, segir að reglulega séu haldnir fundir þar sem farið er yfir óskir lánþega og yfirlit yfir væntanlega bókatitla og ákvarðanir um lestur á bókum teknar út frá þeim. "Ég held að flestir lesarar mæti svona verkefni sem hverju öðru og líklega er best að gera sem minnst af því að setja sig í sérstakar stellingar. Til dæmis las ég eitt sinn sjálfur sögu inn á hljóðbók þar sem aðalpersónan hékk sífellt úti á svölum þar sem hann glápti á smástelpur á skólalóð. Ég tengdi ekkert sérstaklega vel við þann karakter," segir Hafþór. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þessa bók en síðustu tvær bækur sem ég las, en það voru kennslubækur í leikfimi," segir Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, hljóðbókalesari og sjónlýsandi. Þórunn er önnum kafin þessa dagana við að lesa íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáldsögu Fifty Shades of Gray eftir E. L. James, mest seldu bókar heims í dag, inn á hljóðbók fyrir Blindrabókasafn Íslands. Á næstu dögum hefst einnig lestur á bókinni Fantasíur sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur inn á slíka hljóðbók hjá Blindrabókasafninu. Kynlíf og tengdir hlutir eru veigamestu umfjöllunarefni beggja bókanna og má því segja að erótíkin ráði ríkjum í Blindrabókasafninu þessa dagana. Þórunn hefur lesið inn á flestar tegundir hljóðbóka í fjölda ára, meðal annars nokkrar bækur sem innihalda misjafnlega berorðar kynlífslýsingar. "Ætli það grófasta sem ég hef lesið hingað til sé ekki Belle du Jour - Opinská ævisaga gleðikonu í London sem kom út fyrir nokkrum árum. Snákar og eyrnalokkar eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehara var líka nokkuð djörf. Ég vanda mig alltaf eins og ég get, burtséð frá því hvers konar bækur ég les, og geri mitt besta til að hljóma sannfærandi í lestrinum," segir Þórunn og bætir við að hugsanlega gætu óreyndir lesarar átt erfitt með að lesa klámfengnar lýsingar upphátt. "Sjálf kippi ég mér ekki upp við þær og finnst alltaf jafn huggulegt að sitja í hljóðverinu og lesa upp." Hlutverk Blindrabókasafnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur aðgang að prentuðu máli á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Hafþór Ragnarsson, starfsmaður í hljóðveri safnsins, segir að reglulega séu haldnir fundir þar sem farið er yfir óskir lánþega og yfirlit yfir væntanlega bókatitla og ákvarðanir um lestur á bókum teknar út frá þeim. "Ég held að flestir lesarar mæti svona verkefni sem hverju öðru og líklega er best að gera sem minnst af því að setja sig í sérstakar stellingar. Til dæmis las ég eitt sinn sjálfur sögu inn á hljóðbók þar sem aðalpersónan hékk sífellt úti á svölum þar sem hann glápti á smástelpur á skólalóð. Ég tengdi ekkert sérstaklega vel við þann karakter," segir Hafþór. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira