Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum 26. september 2012 18:02 Íslenskan og tæknin. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira