Straumar frá Kinnarfjöllum Trausti Júlíusson skrifar 26. september 2012 13:30 Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira