Sogið: Minnsta veiði um árabil 26. september 2012 07:43 Vorveiði í Ásgarði. Svæðið gaf 49 laxa í sumar. Þennan dag í maí gaf Bíldsfell fyrsta lax sumarsins. Þar veiddust 135 laxar í sumar. Mynd/Svavar Það liggja fyrir lokatölur af svæðum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Soginu í sumar. Alls veiddust 206 laxar á þeim svæðum sem undir félagið falla og er það minnsta veiði um árabil, segir í frétt SVFR. Samkvæmt veiðibókum þá skiptist veiðin þannig að úr Bíldsfelli eru skráðir 135 laxar, úr Ásgarði eru skráðir til bókar 49 laxar, Alviðra er með 18 laxa og Þrastalundur aðeins 4 skráða í bók. Alls gerir þetta 206 laxa af svæðum SVFR, en Torfastaðir og Syðri-Brú falla undir aðra leigutaka. Að teknu tilliti til annara svæða má ljóst vera að veiðin í Soginu í sumar er svipuð og á árunum 1980, 1995, 1996, 2000 og 2004 en hafa ber í huga að á þeim árum var netaveiði í Hvítá og Ölfusá mun meiri en nú er. Heildarveiði í Soginu í fyrrasumar voru 955 laxar en metveiði var sumarið 2010; 1.337 laxar. Af öðrum svæðum SVFR má segja frá því að sumarið gekk vel í Hítará á Mýrum. Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd er lokatalan eftir hefðbundinn laxveiðitíma 529 laxar að hliðaránum meðtöldum. Þetta er rúmlega 100 löxum yfir meðaltalsveiði Hítarár frá 1974 sem er 421 lax . Þannig skiptist veiðin að 101 lax er veiddur í hliðaárnum Grjótá og Tálma, en þar er aðeins veitt með tveimur dagsstöngum. Veiðin á aðalsvæði Hítarár er 428 laxar í sumar á fjórar til sex dagsstangir. Nú tekur við sjóbirtingsveiði í neðri hluta árinnar og viðbúið að einhverjir laxar slæðist í afla veiðimanna á síðustu metrunum. Þó er ljóst að Hítaráin stóð sig með prýði í sumar og veiðin stóð undir væntingum veiðimanna, segir á vef SVFR. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Það liggja fyrir lokatölur af svæðum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Soginu í sumar. Alls veiddust 206 laxar á þeim svæðum sem undir félagið falla og er það minnsta veiði um árabil, segir í frétt SVFR. Samkvæmt veiðibókum þá skiptist veiðin þannig að úr Bíldsfelli eru skráðir 135 laxar, úr Ásgarði eru skráðir til bókar 49 laxar, Alviðra er með 18 laxa og Þrastalundur aðeins 4 skráða í bók. Alls gerir þetta 206 laxa af svæðum SVFR, en Torfastaðir og Syðri-Brú falla undir aðra leigutaka. Að teknu tilliti til annara svæða má ljóst vera að veiðin í Soginu í sumar er svipuð og á árunum 1980, 1995, 1996, 2000 og 2004 en hafa ber í huga að á þeim árum var netaveiði í Hvítá og Ölfusá mun meiri en nú er. Heildarveiði í Soginu í fyrrasumar voru 955 laxar en metveiði var sumarið 2010; 1.337 laxar. Af öðrum svæðum SVFR má segja frá því að sumarið gekk vel í Hítará á Mýrum. Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd er lokatalan eftir hefðbundinn laxveiðitíma 529 laxar að hliðaránum meðtöldum. Þetta er rúmlega 100 löxum yfir meðaltalsveiði Hítarár frá 1974 sem er 421 lax . Þannig skiptist veiðin að 101 lax er veiddur í hliðaárnum Grjótá og Tálma, en þar er aðeins veitt með tveimur dagsstöngum. Veiðin á aðalsvæði Hítarár er 428 laxar í sumar á fjórar til sex dagsstangir. Nú tekur við sjóbirtingsveiði í neðri hluta árinnar og viðbúið að einhverjir laxar slæðist í afla veiðimanna á síðustu metrunum. Þó er ljóst að Hítaráin stóð sig með prýði í sumar og veiðin stóð undir væntingum veiðimanna, segir á vef SVFR. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði