Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Svavar Hávarðsson skrifar 21. september 2012 18:20 Stofninn er talinn þola 34 þúsund fugla veiði. Mynd/KK Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar líkt og þá. Í mati Náttúrufræðistofnunar kemur fram að rjúpnastofninn sé nú á niðurleið um allt land. Viðkoman 2012 var góð, sem bætir bága stöðu stofnsins, og hann mælist því stærri en haustið 2011 þrátt fyrir minni varpstofn. Stærð rjúpnastofnsins sveiflast reglubundið og hafa 10 til 12 ár verið á milli hámarksára. Miðað við fyrri sveiflur má búast við rjúpnaþurrð næstu ár; stofninn nær væntanlega lágmarki á árunum 2015-2018 og næsta hámark verður 2020-2022. Verði mikil afföll í rjúpnastofninum viðvarandi á næstu árum er hins vegar ekki búist við að hin náttúrulega uppsveifla í lok þessa áratugar verði veruleg. Áætlaður veiðistofn nú er um 390.000 fuglar, en talið að veiðiþol sé 34.000 fuglar. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að farið verði að ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða veiði upp á 34.000 fugla, sem geri um sex rjúpur á veiðimann, miðað við þann fjölda veiðimanna sem að jafnaði fari til rjúpnaveiða. Telur Umhverfisstofnun einnig rétt að viðhalda sölubanni á rjúpu. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar líkt og þá. Í mati Náttúrufræðistofnunar kemur fram að rjúpnastofninn sé nú á niðurleið um allt land. Viðkoman 2012 var góð, sem bætir bága stöðu stofnsins, og hann mælist því stærri en haustið 2011 þrátt fyrir minni varpstofn. Stærð rjúpnastofnsins sveiflast reglubundið og hafa 10 til 12 ár verið á milli hámarksára. Miðað við fyrri sveiflur má búast við rjúpnaþurrð næstu ár; stofninn nær væntanlega lágmarki á árunum 2015-2018 og næsta hámark verður 2020-2022. Verði mikil afföll í rjúpnastofninum viðvarandi á næstu árum er hins vegar ekki búist við að hin náttúrulega uppsveifla í lok þessa áratugar verði veruleg. Áætlaður veiðistofn nú er um 390.000 fuglar, en talið að veiðiþol sé 34.000 fuglar. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að farið verði að ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða veiði upp á 34.000 fugla, sem geri um sex rjúpur á veiðimann, miðað við þann fjölda veiðimanna sem að jafnaði fari til rjúpnaveiða. Telur Umhverfisstofnun einnig rétt að viðhalda sölubanni á rjúpu. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði