Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Trausti Hafliðason skrifar 30. september 2012 23:53 Veitt á stöng í Reykjavíkurhöfn. Mynd / GVA Sífellt færist í vöxt að menn stundi strandveiði með kaststöngum, nú eða flugustöngum. Við Ægissíðuna er hægt að veiða ufsa og fleiri tegundir. Æ fleiri hafa áhuga á að stunda strandstangveiði. Í sumar mátti sjá fjölda fólks kasta á makríltorfur sem gengu nánast upp á land. Á umræðuvefnum veidi.is er fjallað um strandstangveiði. Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Meðal annars að klukkutíma fyrir háflóð er oft fín ufsaveiði við grjótgarð sem liggur við Ægissíðu og Faxaskjól vestur í bæ. Veiðimaðurinn sem segir frá þessu segist veiða ufsann á straumflugur og nota stöng fyrir línu númer sex. Annar veiðimaður segir að í lítilli vík við Laugarnestangann kraumi allt af fiski á kvöldin.Hér er kort af þekktum strandveiðistöðum.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Sífellt færist í vöxt að menn stundi strandveiði með kaststöngum, nú eða flugustöngum. Við Ægissíðuna er hægt að veiða ufsa og fleiri tegundir. Æ fleiri hafa áhuga á að stunda strandstangveiði. Í sumar mátti sjá fjölda fólks kasta á makríltorfur sem gengu nánast upp á land. Á umræðuvefnum veidi.is er fjallað um strandstangveiði. Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Meðal annars að klukkutíma fyrir háflóð er oft fín ufsaveiði við grjótgarð sem liggur við Ægissíðu og Faxaskjól vestur í bæ. Veiðimaðurinn sem segir frá þessu segist veiða ufsann á straumflugur og nota stöng fyrir línu númer sex. Annar veiðimaður segir að í lítilli vík við Laugarnestangann kraumi allt af fiski á kvöldin.Hér er kort af þekktum strandveiðistöðum.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði