Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma 9. október 2012 19:51 Töluvert er af fiski í Bjarnarfossi. Mynd / Garðar Vatnsleysi og glennusól hefur haft veruleg áhrif á veiðina í Tungufljóti í Skaftafellssýslu undanfarna daga. „Tveggja daga holl sem var við veiðar fram á laugardag fékk aðeins tvo laxa og eina bleikju," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. "Báðir komu laxarnir úr Breiðufor og bleikjan undan brúnni veidd andstreymis með púpu. Mjög rólegt hefur verið í fljótinu frá því að rigndi síðast á þessum slóðum, en það gerðist er vika lifði af september. Þá veiddist ágætlega og slatti af birtingi gekk fljótið. Sá fiskur er nú allur í Bjarnafossi auk þess sem tíu til fimmtán stórir fiskar sjást af brúninni við Breiðufor. Er sá fiskur orðinn mjög styggur eftir vatnsleysið og blíðuna undanfarið, en sem dæmi var fjórtán stiga hiti og sól á þessum slóðum síðastliðinn föstudag." Á vef SVFR segir að í vatnamótunum við Syðri-Hólma megi sá töluvert af vænum birtingum stökkva. Þeir bíði þess að geta gengið upp ána. „Til þess að svo megi vera þarf hins vegar að rigna á þessum slóðum."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Ytri Rangá Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði
Vatnsleysi og glennusól hefur haft veruleg áhrif á veiðina í Tungufljóti í Skaftafellssýslu undanfarna daga. „Tveggja daga holl sem var við veiðar fram á laugardag fékk aðeins tvo laxa og eina bleikju," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. "Báðir komu laxarnir úr Breiðufor og bleikjan undan brúnni veidd andstreymis með púpu. Mjög rólegt hefur verið í fljótinu frá því að rigndi síðast á þessum slóðum, en það gerðist er vika lifði af september. Þá veiddist ágætlega og slatti af birtingi gekk fljótið. Sá fiskur er nú allur í Bjarnafossi auk þess sem tíu til fimmtán stórir fiskar sjást af brúninni við Breiðufor. Er sá fiskur orðinn mjög styggur eftir vatnsleysið og blíðuna undanfarið, en sem dæmi var fjórtán stiga hiti og sól á þessum slóðum síðastliðinn föstudag." Á vef SVFR segir að í vatnamótunum við Syðri-Hólma megi sá töluvert af vænum birtingum stökkva. Þeir bíði þess að geta gengið upp ána. „Til þess að svo megi vera þarf hins vegar að rigna á þessum slóðum."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Ytri Rangá Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði