Bitur Barrichello: Reynsluleysi skaðar Williams Birgir Þór Harðarson skrifar 5. október 2012 15:15 Barrichello (til vinstri) þrufti að víkja fyrir Bruno Senna (til hægri) hjá Williams fyrir tímabilið í ár. nordicphotos/AFP Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Hann segir að reynsluleysi ökuþóra liðsins í ár sé að koma niður á getu þess. Williams hefur þurft að ganga í gegnum hvert svekkelsið á fætur öðru síðan Pastor Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í maí. Síðan þá hefur Maldonado ekki fengið stig. "Sannleikurinn er sá að bíllinn þeirra er mjög góður," sagði Barrichello við brasilíska útvarpstöð. "Williams hefur smíðað mun betri bíl en ég hafði í fyrra og hafa staðið sig ótrúlega vel." "Það er samt skömm af þessu því ég held að þeir gætu verið betri og verið með tvöföld þau stig sem Williams hefu núna. Þetta gerist auðvitað af því að liðið er með óreynda ökumenn. Þeir eru kannski fljótir en vita ekki hvernig á að nýta búnaðinn sem stendur þeim til boða." Barrichello hefur ekið flest mót í Formúlu 1 af öllum ökumönnum í heiminum eða 322 mót. Hann keppir nú í Bandaríkjunum. Formúla Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Hann segir að reynsluleysi ökuþóra liðsins í ár sé að koma niður á getu þess. Williams hefur þurft að ganga í gegnum hvert svekkelsið á fætur öðru síðan Pastor Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í maí. Síðan þá hefur Maldonado ekki fengið stig. "Sannleikurinn er sá að bíllinn þeirra er mjög góður," sagði Barrichello við brasilíska útvarpstöð. "Williams hefur smíðað mun betri bíl en ég hafði í fyrra og hafa staðið sig ótrúlega vel." "Það er samt skömm af þessu því ég held að þeir gætu verið betri og verið með tvöföld þau stig sem Williams hefu núna. Þetta gerist auðvitað af því að liðið er með óreynda ökumenn. Þeir eru kannski fljótir en vita ekki hvernig á að nýta búnaðinn sem stendur þeim til boða." Barrichello hefur ekið flest mót í Formúlu 1 af öllum ökumönnum í heiminum eða 322 mót. Hann keppir nú í Bandaríkjunum.
Formúla Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira