Nýtt fjármálakerfi slítur barnskónum Magnús Halldórsson skrifar 15. október 2012 00:00 Ef marka má síðustu yfirlýsingar valdamesta fólks heimsins, þegar kemur að fjármálakerfum og þróun efnahagsmála, þá er langt í að rekstur fjármálafyrirtækja í Evrópu fari að einkennast af stöðugleika og góðum rekstrarhorfum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ítrekaði nú síðast á föstudaginn sl. að frekari aðgerða væri þörf til þess að taka á skuldavanda ríkja, sveitarfélaga og fjármálafyrirtækja í Evrópu. Allt snýst um að reyna að koma hagvexti aftur af stað, skapa störf og vinna gegn samdrættinum sem einkennir næstum alla geira, allt frá hrávöruvinnslu til smásölu. Meðaltalsatvinnuleysi í Evrópu, samkvæmt tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat, er nú ríflega 11 prósent og standa líkur til þess að það muni aukast nokkuð á næstunni þegar niðurskurðaraðgerðir eru komnar til framkvæmda. Verst er ástandið í Suður-Evrópu en mun betra í Norður-Evrópu.Til endurskoðunar Allt hefur þetta áhrif á fjármálafyrirtækin sjálf í álfunni, bankanna, sem hafa lítið svigrúm til þess að móta nýjar stefnur og framtíðarsýn, sem passað geta við tækifæri framtíðarinnar. Varnarleikurinn er alls ráðandi, á kostnað sóknarleiksins, eðlilega. Umræða um kerfisbreytingar á fjármálakerfinu með það að markmiði að skilja á milli opinberrar ábyrgðar á áhættusamri fjárfestingabankastarfsemi, og síðan hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi, er þó lífleg um nær allan heim. Margt bendir til þess að töluverðar kerfisbreytingar verði gerðar á fjármálakerfum víðast hvar, en nákvæmar útfærslur á þeim liggja ekki fyrir, að öðru leyti en því að nær öruggt má telja að eftirlit með fjármálastarfsemi verði enn meira þvert á landamæri en raunin var fram að 2007 og 2008. Evrópusambandið hefur þegar ákveðið að styrkja slíkt eftirlit og samstarf milli eftirlitsstofnanna ríkja á auk þess að auðvelda með áherslubreytingum. Svo verður forvitnilegt að sjá hvort stjórnmálastéttin stendur við stóru orðin og rífur sig frá hagsmungæslumönnum fjármálageirans og kemur í veg fyrir þjónýtingu taps og einkavæðingu gróða sem hvílir á falskri opinberri ábyrgð seðlabanka, með skýrri löggjöf. „Wall Street vs Main Street" frasinn frá Barack Obama kemur upp í hugann. Í Bandaríkjunum hafa verið gerðar stórar og miklar breytingar á regluverki, sem miða að því að draga úr áhættu í fjármálakerfinu, að því er Robert Parker, aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, sagði í viðtali í Klinkinu á dögunum. Þetta hefur verið gert hratt, að hans sögn, en breytingarnar eru þó róttækar frá því sem áður var. Kerfið á að vera öruggara en það var og eftirlitið miklu meira. Parker hefur ekki trú á því að það verði alfarið skilið á milli viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi, heldur verði regluverkið útfært þannig að áhættuþættir verði aðskildir.Ísland eitt, útlönd annað Vegamikill munur er á Íslandi og umheiminum þegar að þessu kemur. Endurreistu bankarnir eru fjármagnaðir nær alfarið með innlánum einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða í krónum. Gjaldeyrishöftin „hjálpa" síðan til við að halda lausafjárstöðu bankanna sterkri og virka sem eins konar varnarmúr gagnvart erfiðleikum á erlendum mörkuðum, þó skaðleg áhrif þeirra til lengri tíma séu svo til óumdeild. Bann við arðgreiðslum hefur síðan leitt til sterkara eiginfjárhlutfalls. Varnarmúr sem byggir á gjaldeyrishöftum er vitaskuld falskur, og dæmdur til þess að falla á endanum sem slíkur, en í ljósi þess að íslenska bankakerfið er ekki háð erlendum mörkuðum um erlent lánsfé þá má líta á þetta sem varnarmúr, í það minnsta nú um stundir. Munurinn liggur ekki síður í því að hið endurreista íslenska bankakerfi markast af hruninu í október 2008. Þá var nýtt fjármálakerfi endurreist, svo til yfir nótt, og það endurskapað frá grunni. Slíkt hefur ekki átt sér stað í öðrum löndum. Fjármálakerfið samanstendur af Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, MP banka, Straumi fjárfestingabanka og minni sparisjóðum. Í ljósi þess að bankarnir fengu allir nýtt upphaf hafa þeir allir þurft að fara í stefnumótunarvinnu, skipa ný stjórnunarteymi og almennt að móta nýja framtíðarsýn. En hvernig horfir þetta við út á við? Hvaða áherslur eru bankarnir með? Eru þeir ólíkir innbyrðis? Eða er þetta allt „sama tóbakið" í augum almennings? Nokkur orð um viðskiptabankanna endurreistu, ásamt MP banka (staða Sparisjóðanna er enn svolítið óljós. Straumur er síðan sér á báti sem fjárfestingabanki eingöngu):1. Landsbankinn er langstærsti banki landsins með eigið fé upp á 212 milljarða króna, eiginfjárhlutfall upp á 23,3 prósent og heildareignir upp á 1.048 milljarða króna. Íslenska ríkið er stærsti eigandinn með 82 prósent hlut, en kröfuhafar gamla Landsbankans eiga afgang hlutafjárins. Hann gefur sig út fyrir að vera banki sem bjóði upp á heildræna bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Að auki hefur hann sett sér það markmið að vera „hreyfiafl" í atvinnulífi landsins og láta til sín taka í endurreisn efnahagslífsins nú eftir hrun. Það birtist m.a. í því að bankinn á 26,7 prósent eignarhlut í Framtakssjóði Íslands, þar sem lífeyrissjóðirnir eru sameiginlega stærstu eigendur. Sjóðurinn var stofnaður til þess að koma að endurreisn efnahagslífsins og hlutabréfamarkaðar, með tímabundið hlutverk að leiðarljósi.Sérstaða: Bankinn er stærstur banka hér á landi, og í því felst hans helsta sérstaða. 2. Arion banki er næst stærsti bankinn með eigið fé upp á 125,1 milljarð króna, eiginfjárhlutfall upp á 22,3 prósent og heildareignir upp á 880 milljarða króna. Kröfuhafar gamla Kaupþings eiga 87 prósent hlut og íslenska ríkið 13 prósent. Arion banki er eins og Landsbankinn banki sem býður upp á alhliða þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bankinn hefur markað sér þá stefnu að styðja vel við nýsköpunarfyrirtæki, og kom meðal annars að vel heppnuðu vinnuátaki nýsköpunarfyrirtækja, Start Up Reykjavík, ásamt Klak og Innovit. Þá er bankinn einnig með nokkuð öfluga eignastýringarþjónustu. Dótturfyrirtæki bankans, Stefnir hf., er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 330 milljarða króna í virkri stýringu, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum.Sérstaða: Áhersla á eignastýringaþjónustu, nýsköpun og fjárfestingar, samhliða alhliða bankaþjónustu.3. Íslandsbanki er minnstur af endurreistu bönkunum þremur, sé mið tekið af heildareignum. Eigið fé bankans nemur 135,5 milljörðum, eiginfjárhlutfall 23,5 prósentum og heildareignir bankans eru 789,9 milljarðar króna. Alhliða þjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki er grunnurinn í starfseminni, líkt og hjá Landsbankanum og Arion banka. Íslandsbanki hefur frá stofnun haldið í áherslur sem voru einnig í starfi Glitnis fyrir hrun hans, það er sérstök áhersla á orkugeirann og sjávarútveg. Þannig hefur komið reglulega út greiningarefni hjá bankanum um þessa geira. Bankinn hefur auk þess styrkt einstaklingsþjónustu sína með kaupum á starfsemi BYR sparisjóðs, en markmiðið til framtíðar er líklega að gera viðskiptabankastarfsemina hagkvæmari og betri. Þá rekur bankinn eignastýringarþjónustu, VÍB.Sérstaða: Leggur áherslu á tengingu við rætur íslensks efnahagslífs, orkugeirann og sjávarútveg, og einnig hefðbundna bankaþjónustu.4. MP banki er dvergvaxinn banki í samanburði við endurreistu bankanna þrjá. Eiginfjarhlutfall hans er 14,3 prósent, undir 16 prósent viðmiði FME en yfir 8 prósent lögbundnu lágmarki. Eigið fé nemur 5,2 milljörðum króna og heildareignir 71 milljarði króna. Eigendur eru dreifður hópur einkafjárfesta, en stærsti einstaki hluthafinn er Skúli Mogensen fjárfestir. Bankinn leggur áherslu á þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá leggur bankinn einnig mikið upp úr því að þjónusta vel stæða einstaklinga, og hafa þá í viðskiptabankaþjónustu.Sérstaða: Bankinn er ekki í eigu ríkisins og ekki heldur tengdur kröfuhöfum hinna föllnu banka. Þetta gefur honum annan grunn til þess að vinna á, ef svo má segja. Þá er smæð hans líka sérstaða, þar sem bankinn leggur í reynd áherslu á að „velja" sér kúnna frekar en að taka á móti öllum. Þegar nýir hluthafar komu að bankanum var stefnan sett á skráningu á markað.Spurningum ósvarað Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað afstöðu um hvernig ramminn um fjármálakerfið á að vera í framtíðinni, þ.e. hvort aðskilið verður að fullu milli viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi með lögum, eða farin önnur leið. Líklegt er þó að ný umgjörð um fjármálakerfið munu markast af því sem ákveðið verður erlendis, einkum í Evrópu. Til næstu ára litið mun umgjörðin þó taka mið af gjaldeyrishöftunum, og síðan nýrri umgjörð um fjármagnshreyfingar til og frá landinu, þegar höftin verða afnumin. Sumir tala um höft eftir höft, en líklega er þó sanngjarnara að tala um strangara regluverk, sem miðar að því að koma í veg fyrir að efnahagur landsins verði einn samfelldur áhættuþáttur vegna ójafnvægis, eins og var raunin fyrir hrun kerfisins fyrir fjórum árum. Margt er þó enn óleyst, eins og skuld Landsbankans gagnvart gamla Landsbankanum en Seðlabankinn segir í nýju fjármálastöðugleikariti sínu að nauðsynlegt sé að endurfjármagna þá skuld, eða endursemja um gjalddaga, ef ekki á illa að fara. Bankanna allra bíður það verkefni, nú þegar endurskipulagningu á fjárhag margra fyrirtækja er að ljúka, að kortleggja ný tækifæri og leggjast yfir það hvert gæti verið skynsamlegt að lána peninga á næstu árum. Þó ekki sé margt í augsýn sem stendur, þá gæti það breyst nokkuð hratt ef að líkum lætur. Þrennt kemur í upp í hugann.1. Uppbygging í ferðaþjónustu hefur verið nokkur að undanförnu, og raunar mjög mikil þegar kemur að gistirými. Flestir eru þó sammála um að mikil þörf sé á fjárfestingu í innviðum greinarinnar, svo sem í aðstöðu á fjölförnum stöðum, samgöngubótum, þjónustu og fleiru, ef það á að vera raunhæft að ná markmiði á næstu fimm árum um að hingað komi ein milljón ferðamanna á ári. Í fyrra voru þeir 565 þúsund.2. Upplýsingatæknigeirinn í heiminum hefur vaxið mikið á undanförnum þremur árum á sama tíma og margir aðrir geirar hafa verið að draga saman seglin. Þar ræður miklu gríðarlega hröð innreið snjallsíma og spjaldtölva á markað. Mörg hundruð milljónir manna eiga nú orðið þessi tæki, og nýta sér þau til þess að kaupa þjónustu. Sem dæmi má nefna þá er áætlað að um 15 þúsund ipad tölvur seljist hér á landi á þessu ári, og eru þá ótalin kaup Íslendinga á slíkum tækjum erlendis. Í framtíðinni gæti upplýsingatæknigeirinn hér á landi orðið enn stærri og öflugri en hann er nú, en íslensk fyrirtæki hafa mörg hver verið farsæl á þessu sviði, t.d. Betware og CCP. Ef marka má þróunina erlendis þá gætu þessa hraða innreið nýrrar tækni haft töluverð áhrif á fjárfestingar í tæknigeiranum og almenn umsvif sömuleiðis.3. Tækifæri og fjárfestingar sem tengjast starfsemi á Norðurslóðum gætu einnig orðið vettvangur fyrir útlán bankanna á næstu árum. Uppbygging í Grænlandi er ævintýri líkust, og þar er mikið framkvæmdaskeið rétt byrjað. Íslensk fyrirtæki eru þegar farin að selja þjónustu vegna þeirra uppbyggingar, og það gæti aukist mikið. Siglingar um Norðurslóðaleiðina milli Norður-Ameríku og Asíu gætu leitt til aukinna umsvifa hér. Allt er þetta þó á byrjunarstigi, eins og ég nefndi í pistli fyrir skömmu hér. Ísland er ekki talið með í upptalningu á tækifærum á þessum slóðum af virtustu fjölmiðlum heimsins, og það segir manni aðeins eitt að sár vöntun er á stefnumótun um þessi mál af hálfu stjórnvalda og einnig fyrirtækja. Hver eru tækifærin, nákvæmlega, og hvernig er hægt að nýta þau? Það væri hægt að byrja á því að reyna að svara þessu. Miklar áskoranir bíða þeirra sem stýra bönkunum og taka ákvarðanir um hvert þeir skuli stefna í framtíðinni, alveg eins og stjórnmálamanna sem þurfa að ákveða hvernig umgjörðin um hið nýja fjármálakerfi, sem enn er að slíta barnskónum, á að vera.Helstu stærðir um nýtt bankakerfi:Endurreista bankakerfið er 1,67 x árleg landsframleiðsla (GDP var 1.620 milljarðar 2011) að stærð, sé mið tekið af eignum endurreistu bankanna þriggja eingöngu. Fyrir hrun var það tæplega tíföld landsframleiðsla, og um 80 prósent skuldbindinga í annarri mynt en krónunni. Eigið fé er 472 milljarðar, eða sem nemur tæplega 30 prósent af árlegri landsframleiðslu. Meðaltalseiginfjárhlutfall er 23 prósent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Ef marka má síðustu yfirlýsingar valdamesta fólks heimsins, þegar kemur að fjármálakerfum og þróun efnahagsmála, þá er langt í að rekstur fjármálafyrirtækja í Evrópu fari að einkennast af stöðugleika og góðum rekstrarhorfum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ítrekaði nú síðast á föstudaginn sl. að frekari aðgerða væri þörf til þess að taka á skuldavanda ríkja, sveitarfélaga og fjármálafyrirtækja í Evrópu. Allt snýst um að reyna að koma hagvexti aftur af stað, skapa störf og vinna gegn samdrættinum sem einkennir næstum alla geira, allt frá hrávöruvinnslu til smásölu. Meðaltalsatvinnuleysi í Evrópu, samkvæmt tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat, er nú ríflega 11 prósent og standa líkur til þess að það muni aukast nokkuð á næstunni þegar niðurskurðaraðgerðir eru komnar til framkvæmda. Verst er ástandið í Suður-Evrópu en mun betra í Norður-Evrópu.Til endurskoðunar Allt hefur þetta áhrif á fjármálafyrirtækin sjálf í álfunni, bankanna, sem hafa lítið svigrúm til þess að móta nýjar stefnur og framtíðarsýn, sem passað geta við tækifæri framtíðarinnar. Varnarleikurinn er alls ráðandi, á kostnað sóknarleiksins, eðlilega. Umræða um kerfisbreytingar á fjármálakerfinu með það að markmiði að skilja á milli opinberrar ábyrgðar á áhættusamri fjárfestingabankastarfsemi, og síðan hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi, er þó lífleg um nær allan heim. Margt bendir til þess að töluverðar kerfisbreytingar verði gerðar á fjármálakerfum víðast hvar, en nákvæmar útfærslur á þeim liggja ekki fyrir, að öðru leyti en því að nær öruggt má telja að eftirlit með fjármálastarfsemi verði enn meira þvert á landamæri en raunin var fram að 2007 og 2008. Evrópusambandið hefur þegar ákveðið að styrkja slíkt eftirlit og samstarf milli eftirlitsstofnanna ríkja á auk þess að auðvelda með áherslubreytingum. Svo verður forvitnilegt að sjá hvort stjórnmálastéttin stendur við stóru orðin og rífur sig frá hagsmungæslumönnum fjármálageirans og kemur í veg fyrir þjónýtingu taps og einkavæðingu gróða sem hvílir á falskri opinberri ábyrgð seðlabanka, með skýrri löggjöf. „Wall Street vs Main Street" frasinn frá Barack Obama kemur upp í hugann. Í Bandaríkjunum hafa verið gerðar stórar og miklar breytingar á regluverki, sem miða að því að draga úr áhættu í fjármálakerfinu, að því er Robert Parker, aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, sagði í viðtali í Klinkinu á dögunum. Þetta hefur verið gert hratt, að hans sögn, en breytingarnar eru þó róttækar frá því sem áður var. Kerfið á að vera öruggara en það var og eftirlitið miklu meira. Parker hefur ekki trú á því að það verði alfarið skilið á milli viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi, heldur verði regluverkið útfært þannig að áhættuþættir verði aðskildir.Ísland eitt, útlönd annað Vegamikill munur er á Íslandi og umheiminum þegar að þessu kemur. Endurreistu bankarnir eru fjármagnaðir nær alfarið með innlánum einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða í krónum. Gjaldeyrishöftin „hjálpa" síðan til við að halda lausafjárstöðu bankanna sterkri og virka sem eins konar varnarmúr gagnvart erfiðleikum á erlendum mörkuðum, þó skaðleg áhrif þeirra til lengri tíma séu svo til óumdeild. Bann við arðgreiðslum hefur síðan leitt til sterkara eiginfjárhlutfalls. Varnarmúr sem byggir á gjaldeyrishöftum er vitaskuld falskur, og dæmdur til þess að falla á endanum sem slíkur, en í ljósi þess að íslenska bankakerfið er ekki háð erlendum mörkuðum um erlent lánsfé þá má líta á þetta sem varnarmúr, í það minnsta nú um stundir. Munurinn liggur ekki síður í því að hið endurreista íslenska bankakerfi markast af hruninu í október 2008. Þá var nýtt fjármálakerfi endurreist, svo til yfir nótt, og það endurskapað frá grunni. Slíkt hefur ekki átt sér stað í öðrum löndum. Fjármálakerfið samanstendur af Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, MP banka, Straumi fjárfestingabanka og minni sparisjóðum. Í ljósi þess að bankarnir fengu allir nýtt upphaf hafa þeir allir þurft að fara í stefnumótunarvinnu, skipa ný stjórnunarteymi og almennt að móta nýja framtíðarsýn. En hvernig horfir þetta við út á við? Hvaða áherslur eru bankarnir með? Eru þeir ólíkir innbyrðis? Eða er þetta allt „sama tóbakið" í augum almennings? Nokkur orð um viðskiptabankanna endurreistu, ásamt MP banka (staða Sparisjóðanna er enn svolítið óljós. Straumur er síðan sér á báti sem fjárfestingabanki eingöngu):1. Landsbankinn er langstærsti banki landsins með eigið fé upp á 212 milljarða króna, eiginfjárhlutfall upp á 23,3 prósent og heildareignir upp á 1.048 milljarða króna. Íslenska ríkið er stærsti eigandinn með 82 prósent hlut, en kröfuhafar gamla Landsbankans eiga afgang hlutafjárins. Hann gefur sig út fyrir að vera banki sem bjóði upp á heildræna bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Að auki hefur hann sett sér það markmið að vera „hreyfiafl" í atvinnulífi landsins og láta til sín taka í endurreisn efnahagslífsins nú eftir hrun. Það birtist m.a. í því að bankinn á 26,7 prósent eignarhlut í Framtakssjóði Íslands, þar sem lífeyrissjóðirnir eru sameiginlega stærstu eigendur. Sjóðurinn var stofnaður til þess að koma að endurreisn efnahagslífsins og hlutabréfamarkaðar, með tímabundið hlutverk að leiðarljósi.Sérstaða: Bankinn er stærstur banka hér á landi, og í því felst hans helsta sérstaða. 2. Arion banki er næst stærsti bankinn með eigið fé upp á 125,1 milljarð króna, eiginfjárhlutfall upp á 22,3 prósent og heildareignir upp á 880 milljarða króna. Kröfuhafar gamla Kaupþings eiga 87 prósent hlut og íslenska ríkið 13 prósent. Arion banki er eins og Landsbankinn banki sem býður upp á alhliða þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bankinn hefur markað sér þá stefnu að styðja vel við nýsköpunarfyrirtæki, og kom meðal annars að vel heppnuðu vinnuátaki nýsköpunarfyrirtækja, Start Up Reykjavík, ásamt Klak og Innovit. Þá er bankinn einnig með nokkuð öfluga eignastýringarþjónustu. Dótturfyrirtæki bankans, Stefnir hf., er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 330 milljarða króna í virkri stýringu, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum.Sérstaða: Áhersla á eignastýringaþjónustu, nýsköpun og fjárfestingar, samhliða alhliða bankaþjónustu.3. Íslandsbanki er minnstur af endurreistu bönkunum þremur, sé mið tekið af heildareignum. Eigið fé bankans nemur 135,5 milljörðum, eiginfjárhlutfall 23,5 prósentum og heildareignir bankans eru 789,9 milljarðar króna. Alhliða þjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki er grunnurinn í starfseminni, líkt og hjá Landsbankanum og Arion banka. Íslandsbanki hefur frá stofnun haldið í áherslur sem voru einnig í starfi Glitnis fyrir hrun hans, það er sérstök áhersla á orkugeirann og sjávarútveg. Þannig hefur komið reglulega út greiningarefni hjá bankanum um þessa geira. Bankinn hefur auk þess styrkt einstaklingsþjónustu sína með kaupum á starfsemi BYR sparisjóðs, en markmiðið til framtíðar er líklega að gera viðskiptabankastarfsemina hagkvæmari og betri. Þá rekur bankinn eignastýringarþjónustu, VÍB.Sérstaða: Leggur áherslu á tengingu við rætur íslensks efnahagslífs, orkugeirann og sjávarútveg, og einnig hefðbundna bankaþjónustu.4. MP banki er dvergvaxinn banki í samanburði við endurreistu bankanna þrjá. Eiginfjarhlutfall hans er 14,3 prósent, undir 16 prósent viðmiði FME en yfir 8 prósent lögbundnu lágmarki. Eigið fé nemur 5,2 milljörðum króna og heildareignir 71 milljarði króna. Eigendur eru dreifður hópur einkafjárfesta, en stærsti einstaki hluthafinn er Skúli Mogensen fjárfestir. Bankinn leggur áherslu á þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá leggur bankinn einnig mikið upp úr því að þjónusta vel stæða einstaklinga, og hafa þá í viðskiptabankaþjónustu.Sérstaða: Bankinn er ekki í eigu ríkisins og ekki heldur tengdur kröfuhöfum hinna föllnu banka. Þetta gefur honum annan grunn til þess að vinna á, ef svo má segja. Þá er smæð hans líka sérstaða, þar sem bankinn leggur í reynd áherslu á að „velja" sér kúnna frekar en að taka á móti öllum. Þegar nýir hluthafar komu að bankanum var stefnan sett á skráningu á markað.Spurningum ósvarað Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað afstöðu um hvernig ramminn um fjármálakerfið á að vera í framtíðinni, þ.e. hvort aðskilið verður að fullu milli viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi með lögum, eða farin önnur leið. Líklegt er þó að ný umgjörð um fjármálakerfið munu markast af því sem ákveðið verður erlendis, einkum í Evrópu. Til næstu ára litið mun umgjörðin þó taka mið af gjaldeyrishöftunum, og síðan nýrri umgjörð um fjármagnshreyfingar til og frá landinu, þegar höftin verða afnumin. Sumir tala um höft eftir höft, en líklega er þó sanngjarnara að tala um strangara regluverk, sem miðar að því að koma í veg fyrir að efnahagur landsins verði einn samfelldur áhættuþáttur vegna ójafnvægis, eins og var raunin fyrir hrun kerfisins fyrir fjórum árum. Margt er þó enn óleyst, eins og skuld Landsbankans gagnvart gamla Landsbankanum en Seðlabankinn segir í nýju fjármálastöðugleikariti sínu að nauðsynlegt sé að endurfjármagna þá skuld, eða endursemja um gjalddaga, ef ekki á illa að fara. Bankanna allra bíður það verkefni, nú þegar endurskipulagningu á fjárhag margra fyrirtækja er að ljúka, að kortleggja ný tækifæri og leggjast yfir það hvert gæti verið skynsamlegt að lána peninga á næstu árum. Þó ekki sé margt í augsýn sem stendur, þá gæti það breyst nokkuð hratt ef að líkum lætur. Þrennt kemur í upp í hugann.1. Uppbygging í ferðaþjónustu hefur verið nokkur að undanförnu, og raunar mjög mikil þegar kemur að gistirými. Flestir eru þó sammála um að mikil þörf sé á fjárfestingu í innviðum greinarinnar, svo sem í aðstöðu á fjölförnum stöðum, samgöngubótum, þjónustu og fleiru, ef það á að vera raunhæft að ná markmiði á næstu fimm árum um að hingað komi ein milljón ferðamanna á ári. Í fyrra voru þeir 565 þúsund.2. Upplýsingatæknigeirinn í heiminum hefur vaxið mikið á undanförnum þremur árum á sama tíma og margir aðrir geirar hafa verið að draga saman seglin. Þar ræður miklu gríðarlega hröð innreið snjallsíma og spjaldtölva á markað. Mörg hundruð milljónir manna eiga nú orðið þessi tæki, og nýta sér þau til þess að kaupa þjónustu. Sem dæmi má nefna þá er áætlað að um 15 þúsund ipad tölvur seljist hér á landi á þessu ári, og eru þá ótalin kaup Íslendinga á slíkum tækjum erlendis. Í framtíðinni gæti upplýsingatæknigeirinn hér á landi orðið enn stærri og öflugri en hann er nú, en íslensk fyrirtæki hafa mörg hver verið farsæl á þessu sviði, t.d. Betware og CCP. Ef marka má þróunina erlendis þá gætu þessa hraða innreið nýrrar tækni haft töluverð áhrif á fjárfestingar í tæknigeiranum og almenn umsvif sömuleiðis.3. Tækifæri og fjárfestingar sem tengjast starfsemi á Norðurslóðum gætu einnig orðið vettvangur fyrir útlán bankanna á næstu árum. Uppbygging í Grænlandi er ævintýri líkust, og þar er mikið framkvæmdaskeið rétt byrjað. Íslensk fyrirtæki eru þegar farin að selja þjónustu vegna þeirra uppbyggingar, og það gæti aukist mikið. Siglingar um Norðurslóðaleiðina milli Norður-Ameríku og Asíu gætu leitt til aukinna umsvifa hér. Allt er þetta þó á byrjunarstigi, eins og ég nefndi í pistli fyrir skömmu hér. Ísland er ekki talið með í upptalningu á tækifærum á þessum slóðum af virtustu fjölmiðlum heimsins, og það segir manni aðeins eitt að sár vöntun er á stefnumótun um þessi mál af hálfu stjórnvalda og einnig fyrirtækja. Hver eru tækifærin, nákvæmlega, og hvernig er hægt að nýta þau? Það væri hægt að byrja á því að reyna að svara þessu. Miklar áskoranir bíða þeirra sem stýra bönkunum og taka ákvarðanir um hvert þeir skuli stefna í framtíðinni, alveg eins og stjórnmálamanna sem þurfa að ákveða hvernig umgjörðin um hið nýja fjármálakerfi, sem enn er að slíta barnskónum, á að vera.Helstu stærðir um nýtt bankakerfi:Endurreista bankakerfið er 1,67 x árleg landsframleiðsla (GDP var 1.620 milljarðar 2011) að stærð, sé mið tekið af eignum endurreistu bankanna þriggja eingöngu. Fyrir hrun var það tæplega tíföld landsframleiðsla, og um 80 prósent skuldbindinga í annarri mynt en krónunni. Eigið fé er 472 milljarðar, eða sem nemur tæplega 30 prósent af árlegri landsframleiðslu. Meðaltalseiginfjárhlutfall er 23 prósent.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun