Fótbolti

Lagerbäck búinn að tikynna liðið - Alfreð byrjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Vilhelm
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands á móti Albaníu í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana og hefst klukkan 17.00.

Lagerbäck gerir fjórar breytingar á liðinu frá því í tapleiknum á Kýpur. Sölvi Geir Ottesen er í leikbanni og Helgi Valur Daníelsson getur ekki spilað vegna veikinda. Bjarni Ólafur Eiríksson og Birkir Már Sævarsson missa einnig sæti sín í liðinu.

Grétar Rafn Steinsson, Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason og Alfreð Finnbogason koma inn og er þetta fyrsti leikur Alfreðs í byrjunarliðinu undir stjórn Lars Lagerbäck.

Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni en liðið hefur þrjú stig, eftir sigurleik gegn Noregi á Laugardalsvelli en tap gegn Kýpur á útivelli.



Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantur: Rúrik Gíslason

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherjar: Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×