Norrænir tölvuleikjaframleiðendur taka höndum saman Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2012 11:34 Úr DUST 514. mynd/CCP Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna. Leikjavísir Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna.
Leikjavísir Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira