Ljúf stund með Svavari Knúti Trausti Júlíusson skrifar 12. október 2012 10:08 „Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku,“ segir í gagnrýni um þriðju sóló plötu Svavars Knúts. Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira