Tæknibrellur leika stóra rullu í nýrri draugamynd 12. október 2012 09:42 Tökur á nýrri mynd Ágústs Guðmundssonar hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn. Nýtísku tæknibrellur verða áberandi í gamansömu draugamyndinni Ófeigur gengur aftur. Tökur á henni hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Frekar sjaldgæft er að miklar brellur séu notaðar þegar íslensk kvikmynd er annars vegar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst, sem samdi einnig handritið. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið og aðspurðum líst Ágústi vel á samstarfið. "Ég hef unnið með honum áður og það er alltaf jafnskemmtilegt. Laddi er mikill hæfileikamaður og kann ýmislegt fleira fyrir sér en það sem tengist hinum frægu karakterum hans." Með önnur hlutverk í myndinni fara Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Frumsýning er fyrirhuguð um páskana, eða í lok mars á næsta ári. "Ég er mjög kátur að vera að byrja á nýrri mynd," segir Ágúst. Átta ár eru liðin síðan hann gerði Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Þar áður sendi hann frá sér Mávahlátur. "Þetta er orðinn alltof langur tími. Það fóru reyndar fjögur ár í að vera í forsvari fyrir Bandalagi íslenskra listamanna á sínum tíma, þannig að það dregst frá að einhverju leyti." Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Nýtísku tæknibrellur verða áberandi í gamansömu draugamyndinni Ófeigur gengur aftur. Tökur á henni hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Frekar sjaldgæft er að miklar brellur séu notaðar þegar íslensk kvikmynd er annars vegar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst, sem samdi einnig handritið. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið og aðspurðum líst Ágústi vel á samstarfið. "Ég hef unnið með honum áður og það er alltaf jafnskemmtilegt. Laddi er mikill hæfileikamaður og kann ýmislegt fleira fyrir sér en það sem tengist hinum frægu karakterum hans." Með önnur hlutverk í myndinni fara Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Frumsýning er fyrirhuguð um páskana, eða í lok mars á næsta ári. "Ég er mjög kátur að vera að byrja á nýrri mynd," segir Ágúst. Átta ár eru liðin síðan hann gerði Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Þar áður sendi hann frá sér Mávahlátur. "Þetta er orðinn alltof langur tími. Það fóru reyndar fjögur ár í að vera í forsvari fyrir Bandalagi íslenskra listamanna á sínum tíma, þannig að það dregst frá að einhverju leyti."
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira