Uppblásin ímynd á reki 9. nóvember 2012 12:00 Listakonurnar hafa unnið saman um árbil. fréttablaðið/anton Myndlistarsýningin Rek verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Önnu Hallin og Olgu Bergman. Sýningin Rek eftir þær Önnu Hallin og Olgu Bergman samanstendur af stuttmynd og innsetningu og byggir á litlu ævintýri um vindsæng í líki Íslands, sem rekur á fjörur nokkurra Evrópulanda. Innblástur sækja listakonurnar mestmegnis til náttúrunnar og jarðsögunnar, þar sem landrekskenning Wegeners kemur við sögu. Okkur langaði að vinna með líkan af Íslandi, sem er þessi vindsæng, því lögun landsins er óvenjulega mikilvæg í ímyndarsköpun og sjálfsmynd okkar á Íslandi, segir Olga. "Það birtist meðal annars í tíðri notkun á lögun landsins í hönnun og lógóum svo dæmi sé tekið. En við erum líka að velta fyrir okkur afstæði tímans og setjum þess vegna tímarammann í samhengi við jarðsöguna. Það er sagt að jarðflekana reki um tvo sentímetra á ári, sem er álíka hratt og neglur okkar vaxa. Lönd og landamæri verða þannig afstæð í jarðsögulegum skilningi og líka sjálfsmynd þjóða; jafnvel staðsetning heilu landanna verður afstæð í þessu samhengi. Við erum að leika okkur að þessu og pælingum um ímynd. Miðpunktur sýningarinnar er myndskeið af vindsænginni þar sem hana rekur á milli staða og viðtöl við jarðfræðing og heimspekinga, sem ræða annars vegar um hringrás í jarðsögunni og hins vegar um staðsetningu og ímynd; hvernig fólk staðsetur sig jafnan á einhvers konar korti, hvort heldur er landfræðilegu eða félagslegu, og í afstöðu við annað fólk. "Vindsængin, sem er táknmynd fyrir Ísland, verður eins og persóna og speglar hvernig sjálfsmynd okkar er á floti og breytist eftir því í hvaða aðstæðum maður er, segir Olga. Þær Anna voru í vinnustofudvöl í Finnlandi þegar hugmyndin um vindsængina kom upp. Þar komust þær að því að það var engin leið að láta útbúa hana í Evrópu. "Við þurftum á endanum að láta gera hana í Kína, eftir okkar teikningum og þannig tengist þetta ferli beint pólitískri umræðu sem hefur verið ofarlega á baugi hér á landi. Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Olga segir þó nokkurn mun á því að vinna einsamall og með öðrum við listsköpun. "Maður kemur meiru í verk þegar maður vinnur með öðrum og skoðar hugmyndir frá fleiri hliðum en maður hefði kannski annars gert. Á hinn bóginn fær maður ekki að ráða jafn miklu sjálfur, svo þetta hefur sína kosti og sína galla. En þetta er góð tilbreyting frá einyrkjastarfinu og það er gott að hafa einhvern til að geta kastað hugmyndum á milli. Sýningin Rek verður opnuð í sal 2 í Listasafni Íslands klukkan 20 í kvöld og stendur til 31. desember. Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndlistarsýningin Rek verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Önnu Hallin og Olgu Bergman. Sýningin Rek eftir þær Önnu Hallin og Olgu Bergman samanstendur af stuttmynd og innsetningu og byggir á litlu ævintýri um vindsæng í líki Íslands, sem rekur á fjörur nokkurra Evrópulanda. Innblástur sækja listakonurnar mestmegnis til náttúrunnar og jarðsögunnar, þar sem landrekskenning Wegeners kemur við sögu. Okkur langaði að vinna með líkan af Íslandi, sem er þessi vindsæng, því lögun landsins er óvenjulega mikilvæg í ímyndarsköpun og sjálfsmynd okkar á Íslandi, segir Olga. "Það birtist meðal annars í tíðri notkun á lögun landsins í hönnun og lógóum svo dæmi sé tekið. En við erum líka að velta fyrir okkur afstæði tímans og setjum þess vegna tímarammann í samhengi við jarðsöguna. Það er sagt að jarðflekana reki um tvo sentímetra á ári, sem er álíka hratt og neglur okkar vaxa. Lönd og landamæri verða þannig afstæð í jarðsögulegum skilningi og líka sjálfsmynd þjóða; jafnvel staðsetning heilu landanna verður afstæð í þessu samhengi. Við erum að leika okkur að þessu og pælingum um ímynd. Miðpunktur sýningarinnar er myndskeið af vindsænginni þar sem hana rekur á milli staða og viðtöl við jarðfræðing og heimspekinga, sem ræða annars vegar um hringrás í jarðsögunni og hins vegar um staðsetningu og ímynd; hvernig fólk staðsetur sig jafnan á einhvers konar korti, hvort heldur er landfræðilegu eða félagslegu, og í afstöðu við annað fólk. "Vindsængin, sem er táknmynd fyrir Ísland, verður eins og persóna og speglar hvernig sjálfsmynd okkar er á floti og breytist eftir því í hvaða aðstæðum maður er, segir Olga. Þær Anna voru í vinnustofudvöl í Finnlandi þegar hugmyndin um vindsængina kom upp. Þar komust þær að því að það var engin leið að láta útbúa hana í Evrópu. "Við þurftum á endanum að láta gera hana í Kína, eftir okkar teikningum og þannig tengist þetta ferli beint pólitískri umræðu sem hefur verið ofarlega á baugi hér á landi. Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Olga segir þó nokkurn mun á því að vinna einsamall og með öðrum við listsköpun. "Maður kemur meiru í verk þegar maður vinnur með öðrum og skoðar hugmyndir frá fleiri hliðum en maður hefði kannski annars gert. Á hinn bóginn fær maður ekki að ráða jafn miklu sjálfur, svo þetta hefur sína kosti og sína galla. En þetta er góð tilbreyting frá einyrkjastarfinu og það er gott að hafa einhvern til að geta kastað hugmyndum á milli. Sýningin Rek verður opnuð í sal 2 í Listasafni Íslands klukkan 20 í kvöld og stendur til 31. desember.
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira