Körfubolti

Meistaralið Miami tapaði í Los Angeles

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ryan Hollins leikmaður Clippers í báráttunni gegn LeBron James.
Ryan Hollins leikmaður Clippers í báráttunni gegn LeBron James. AP
Boston landaði góðum sigri gegn Utah Jazz á heimavelli, 98-93, þar sem að Paul Pierce skoraði 23 stig. Boston varð fyrir áfalli í leiknum þar sem að leikstjórnandinn Rajon Rondo fór af velli í þriðja leikhluta vegna meiðsla. Rondo snéri sig á hægri ökkla og er ekki vitað hvort meiðsli hans séu alvarleg. Þetta var þriðji sigur Boston í röð.

Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Utah og tók 12 fráköst en liðið hefur aðeins unnið einn leik af alls fimm á útivelli fram til þessa.

Oklahoma tapaði frekar óvænt á heimavelli 107-97 gegn Memphis Grizzlies. Rudy Gay skoraði 28 stig fyrir Memphis og Zach Randolph skoraði 20 og tók 11 fráköst. Kevin Durant skoraði 34 stig fyrir heimamenn sem léku til úrslita um NBA titilinn í vor gegn Miami Heat.

Meistaralið Miami Heat tapaði 107-100 á útivelli gegn LA Clippers. LeBron James skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dwayne Wade skoraði aðeins 6 stig fyrir Miami. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir heimamenn, Blake Griffin skoraði 20 og tók 14 fráköst. Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Úrslit:

Philadelphia – Detroit 76-96

Boston – Utah 98-93

Milwaukee – Indiana 99-85

Houston – New Orleans 100-96

Oklahoma – Memphis 97-107

Minnesota – Charlotte 87-89

Dallas – Washington 107-101

Phoenix – Chicago 106-112

LA Clippers – Miami 107-100

Golden State – Atlanta 92-88

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×