Sóló á Suðurpólinn BBI skrifar 28. nóvember 2012 23:44 Mynd/lifsspor.is Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar. Vilborg Arna Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar.
Vilborg Arna Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira