Nýja Nintendo tölvan kemur hingað á föstudag JHH skrifar 28. nóvember 2012 11:17 Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag. "Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu. Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust alls um 500 þúsund eintök af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er Wii U víða uppseld vestanhafs. Þá verður nýtt og háþróað 75 tommu Samsung LED-sjónvarp frumsýnt í Samsungsetrinu næstkomandi föstudag. Tengdar fréttir Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag. "Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu. Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust alls um 500 þúsund eintök af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er Wii U víða uppseld vestanhafs. Þá verður nýtt og háþróað 75 tommu Samsung LED-sjónvarp frumsýnt í Samsungsetrinu næstkomandi föstudag.
Tengdar fréttir Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47