Nýja Nintendo tölvan kemur hingað á föstudag JHH skrifar 28. nóvember 2012 11:17 Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag. "Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu. Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust alls um 500 þúsund eintök af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er Wii U víða uppseld vestanhafs. Þá verður nýtt og háþróað 75 tommu Samsung LED-sjónvarp frumsýnt í Samsungsetrinu næstkomandi föstudag. Tengdar fréttir Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47 Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag. "Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu. Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust alls um 500 þúsund eintök af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er Wii U víða uppseld vestanhafs. Þá verður nýtt og háþróað 75 tommu Samsung LED-sjónvarp frumsýnt í Samsungsetrinu næstkomandi föstudag.
Tengdar fréttir Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47 Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47