Wii U hittir í mark 27. nóvember 2012 11:47 Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan. Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan.
Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira