Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 19:32 Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Þá mánuði hafa þeir bara flugið til að treysta á með alla flutninga því engar skipasiglingar eru heldur í hreppinn. Það er ekki bara að aka þurfi níutíu kílómetra holóttan malarveg frá Hólmavík til að komast í Árneshrepp, fyrir þremur árum hættu stjórnvöld í sparnaðarskyni að reyna að halda veginum opnum yfir háveturinn. Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, er ung móðir, sem nýlega flutti í hreppinn ásamt eiginmanni og þremur börnum. Hún segir að bættar vegasamgöngur séu númer eitt, tvö og þrjú. Hún segir Árneshrepp eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem búi við þá stöðu að hafa ekki vegasamband allt árið. Frá því í byrjun janúar og fram í miðjan mars séu þau innilokuð. Hún segir að þetta sé ekki réttlátt, því þeir sem þarna búi og starfi þurfi líka að nota vegi eins og annað fólk. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Þar kom einnig fram að erfitt er að stunda sjósókn yfir veturinn þar sem íbúarnir geta ekki ekið aflanum frá sér meðan vegirnir eru ófærir. Tækifæri til að reka ferðaþjónustu yfir vetrarmánuði eru einnig takmörkuð. Árneshreppur Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25. nóvember 2012 21:41 Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Þá mánuði hafa þeir bara flugið til að treysta á með alla flutninga því engar skipasiglingar eru heldur í hreppinn. Það er ekki bara að aka þurfi níutíu kílómetra holóttan malarveg frá Hólmavík til að komast í Árneshrepp, fyrir þremur árum hættu stjórnvöld í sparnaðarskyni að reyna að halda veginum opnum yfir háveturinn. Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, er ung móðir, sem nýlega flutti í hreppinn ásamt eiginmanni og þremur börnum. Hún segir að bættar vegasamgöngur séu númer eitt, tvö og þrjú. Hún segir Árneshrepp eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem búi við þá stöðu að hafa ekki vegasamband allt árið. Frá því í byrjun janúar og fram í miðjan mars séu þau innilokuð. Hún segir að þetta sé ekki réttlátt, því þeir sem þarna búi og starfi þurfi líka að nota vegi eins og annað fólk. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Þar kom einnig fram að erfitt er að stunda sjósókn yfir veturinn þar sem íbúarnir geta ekki ekið aflanum frá sér meðan vegirnir eru ófærir. Tækifæri til að reka ferðaþjónustu yfir vetrarmánuði eru einnig takmörkuð.
Árneshreppur Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25. nóvember 2012 21:41 Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. 25. nóvember 2012 21:41
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07