Körfubolti

NBA í nótt: Lin vann gömlu félagana í New York

SÁP skrifar
Jeremy Lin, leikmaður Houston Rockets, mætti sínum gömlu félögum í New York Knicks í nótt í NBA-deildinni. Lin og félagar hans voru ekki í vandræðum með sterkt lið New York Knicks og unnu öruggan sigur 131-103.

Leikurinn í nótt fór fram Toyota-höllinni í Houston en þann 17. desember mun Lin mæta á ný í Madison Square Garden í New York þegar liðin mætast á ný. Jeremy Lin átti fínan leik í nótt en hann skoraði 13 stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók sjö fráköst. Stórstjarna liðsins James Harden skoraði 31 stig fyrir Houston.

LA Lakers tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lék gegn Memphis Grizzlies en leiknum lauk 106-98. Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá LA Lakers á tímabilinu og þar á bæ verða menn að fara slípa sig saman, en mannskapurinn er frábær. Rudy Gay skorað 21 stig fyrir Memphis Grizzlies.

Boston Celtics gerði sér lítið fyrir og unnu Oklahoma City Thunders 108-100 í nótt en þá fór Paul Pierce, leikmaður Boston, á kostum og skoraði 27 stig en 22 af þeim stigum skoraði hann í síðari hálfleiknum. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir OKC í leiknum.

Úrslit gærkvöldsins:

Boston - Oklahoma 108-100

Portland Trailblazers - Minnesota Timberwolves 103-95

Charlotte Bobcats – Atlanta Hawks 91-101

Orlando Magic – Cleveland Cavaliers 108-104

Brooklyn Nets - LA Clippers 86-76

Detroit Pistons – Toronto Raptors 91-90

Indiana Pacers - San Antonio Spurs 97-104

Memphis Grizzlies - LA Lakers 106-98

Houston Rockets - New York Knicks 131-101

Denver Nuggets - Golden State Warriors 102-91

Utah Jazz – Sacramento Kings 104-102

Phoenix Suns - New Orleans Hornets 111-108

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×