Glæsimenni og glaumgosar geisluðu á Herrafatasýningu Kormáks og Skjaldar 6. desember 2012 16:30 Myndir/Vilhelm Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira