Stórmerkileg tíðindi frá Írlandi 3. desember 2012 21:23 Víða á Bretlandseyjum eru stórkostlegar ár. Þessi mynd er tekin við ána Dee. mynd/Björgólfur Hávarðsson Á vef SVFR koma fram stórmerkilegar upplýsingar um þróun verðs á veiðileyfum á einu þekktasta svæði Írlands. Þar er brugðist við breytingum á kaupmætti veiðimanna með afgerandi hætti. Frétt SVFR er eftirfarandi: "Það hafa víðar orðið efnahagsþrengingar en á Íslandi, og eru frændur okkar Írar meðal þeirra sem illa hafa orðið úti. Þar hefur orðið verðhrun á laxveiðileyfum á flestum laxveiðisvæðum. Gott dæmi um þetta er að finna á einu þekktasta veiðisvæði Írlands, Blackwater Lodge, við hina heimsþekktu Blackwater. Í nýlegri yfirlýsingu frá eigendum veiðisvæðanna segir: "Vegna efnahagsþrenginga í heiminum eru veiðileyfi til stangaveiðimanna að lækka á heimsvísu. Þetta er gert til að halda í núverandi viðskiptavini svo og til að tryggja nýliðun í greininni.Vegna þessa munu veiðileyfi í Blackwater lækka um rúmlega 50% á milli áranna 2012 og 2013" Þetta er athyglivert, en stór fjöldi Evrópubúa sækir ána heim ár hver. Þetta er enn ein vísbending þess að verð veiðileyfa hérlendis er að fara í þveröfuga átt miðað við það sem gerist annarsstaðar í heiminum." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði Ekkert lát á góðri veiði í Þingvallavatni Veiði Strandveiði er frábær skemmtun Veiði
Á vef SVFR koma fram stórmerkilegar upplýsingar um þróun verðs á veiðileyfum á einu þekktasta svæði Írlands. Þar er brugðist við breytingum á kaupmætti veiðimanna með afgerandi hætti. Frétt SVFR er eftirfarandi: "Það hafa víðar orðið efnahagsþrengingar en á Íslandi, og eru frændur okkar Írar meðal þeirra sem illa hafa orðið úti. Þar hefur orðið verðhrun á laxveiðileyfum á flestum laxveiðisvæðum. Gott dæmi um þetta er að finna á einu þekktasta veiðisvæði Írlands, Blackwater Lodge, við hina heimsþekktu Blackwater. Í nýlegri yfirlýsingu frá eigendum veiðisvæðanna segir: "Vegna efnahagsþrenginga í heiminum eru veiðileyfi til stangaveiðimanna að lækka á heimsvísu. Þetta er gert til að halda í núverandi viðskiptavini svo og til að tryggja nýliðun í greininni.Vegna þessa munu veiðileyfi í Blackwater lækka um rúmlega 50% á milli áranna 2012 og 2013" Þetta er athyglivert, en stór fjöldi Evrópubúa sækir ána heim ár hver. Þetta er enn ein vísbending þess að verð veiðileyfa hérlendis er að fara í þveröfuga átt miðað við það sem gerist annarsstaðar í heiminum." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði Ekkert lát á góðri veiði í Þingvallavatni Veiði Strandveiði er frábær skemmtun Veiði