Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2012 19:29 Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira