Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar 11. desember 2012 21:35 Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. mynd/stefán karlsson Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér. Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér.
Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira