Ómótstæðileg hnetusteik 11. desember 2012 15:00 Kertaskreytingakonan Ragnhildur Eiríksdóttir hefur nú hafist handa við að undirbúa jólin, föndra og hanna jólakortin sem eiginmaðurinn og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sér svo um að skrifa á. Lífið spjallaði við Ragnhildi og fékk uppskrift að hollum og góðum jólamat. Starf: Merkilegasta starfið sem ég hef unnið og einnig það mikilvægasta er að vera móðir! Ég starfa við það að leitast við að gera betur í dag en ég gerði í gær, stundum tekst það svaka vel en aðra daga eitthvað síður. Börnin er líklega bestu kennarar sem við fáum á lífsleiðinni! Hvenær byrjaðir þú á kertagerðinni? Það eru rúm tvö ár síðan ég byrjaði að skreyta kerti. Seldi þetta fyrst á markaði sem starfsfólki Icelandair var með á Hótel Hilton. Hvar er hægt að nálgast kertin þín? Hægt er að nálgast þau á fésbókarsíðu sem heitir Vanilla Palace en kertin eru einnig til sölu á veitingastaðnum Happi. Ertu mikið jólabarn? Mér finnst jólin mjög skemmtilegur tími og ég fæ mikla ánægju út úr því að finna eitthvað skemmtilegt í jólapakkann fyrir mína nánustu, nú eða búa það til. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn hjá þér? Ég byrja oft snemma að hugsa um það að hefja jólaundirbúning en svo endar það líklega oftar með því að vera nokkuð sein. Eiginmaðurinn skrifar jólakortin á heimilinu en ég sé um að búa þau til. Ég er nokkuð ánægð með þau skipti. Hann hefur hins vegar kvartað yfir því að fá þau frekar seint. Spurning hvort þremur dögum fyrir jól er of seint til að skrifa 75 jólakort? Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið endurtakið á hverju ári fjölskyldan? Við erum þeirrar blessunar aðnjótandi að Kertasníkir kemur með eitthvað fallegt í skóinn handa okkur öllum á aðfangadagsmorgun. Eftir að allir eru búnir að opna pakkann sinn förum við öll saman í jólabaðið í einhverri af þessum frábærum sundlaugum sem við eigum hér í Reykjavík og nágrenni. Hvað borðar fjölskyldan á aðfangadagskvöld? Hnetusteik, hún er með því betra sem ég fæ að borða og er alltaf á boðstólum á aðfangadagskvöld. Einnig erum við með kalkún.Hnetusteik - Uppskrift5 dl soðin hrísgrjón1 stór sellerírót rifin1 rauðlaukur saxaður smátt1 lítið chili, ég nota kjarnann líka1 1/2 dl þurrkaðar apríkósur saxaðar og soðnar3-4 msk. kreólakrydd PG1 tsk. Maldon-salt200 g heslihnetur ristaðar og saxaðarRaspSesamfræ Laukur og sellerírót mýkt á pönnu, kryddi bætt út í, svo apríkósum og hnetum. Hrísgrjónin eru hökkuð og ég nota hnífinn á matvinnsluvélinni. Þessu er öllu hnoðað saman annað hvort með hrærivél eða í höndunum. Svo er hægt að móta þetta í hleif og strá sesamfræjum yfir og bakað í ofni á 200° í ca 40 mín. Einnig er hægt að kæla deigið og móta svo buff sem er velt upp úr sesamfræjum og steikt á pönnu.Sæt kartöflumús2 sætar kartöflur soðnargóður slatti af íslensku smjöri Kartöflurnar settar í hrærivél með smjörinu. Ég notaði líklega 50 g en því meira smjör, þeim mun betra.Salat1/2 l AB mjólk3 msk. sinnep1/2 tsk. wasabi5 msk. hunang AB mjólk sett í kaffisíu og látið leka af henni í 1-2 klst. Með þessu verður hún sætari. Öllu hrært saman við AB mjólkina.2 epli, ég notaði græn100 g valhnetur Eplið skorið í smáa bita og valhnetur saxaðar. Allt sett saman við AB mjólkina. Ég ætlaði að setja granatepli en gleymdi því.Sósasveppir eftir smekk1 stk. grænmetiskraftur Rapunzel2 msk kreólakrydd PG2-3 msk. kalkúnakrydd PG1 dós kókosmjólk Rapunzel3 msk. sulta, t.d. hindberja. Ég notaði heimalagað rifsberjahlaup með chili. Sveppir steiktir, öllu bætt út í nema sultu, sósan þykkt. Ég nota spelt og vatn, að lokum er sósan smökkuð til með sultunni. Grænmetisréttir Hnetusteik Kartöflumús Salat Sósur Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Kertaskreytingakonan Ragnhildur Eiríksdóttir hefur nú hafist handa við að undirbúa jólin, föndra og hanna jólakortin sem eiginmaðurinn og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sér svo um að skrifa á. Lífið spjallaði við Ragnhildi og fékk uppskrift að hollum og góðum jólamat. Starf: Merkilegasta starfið sem ég hef unnið og einnig það mikilvægasta er að vera móðir! Ég starfa við það að leitast við að gera betur í dag en ég gerði í gær, stundum tekst það svaka vel en aðra daga eitthvað síður. Börnin er líklega bestu kennarar sem við fáum á lífsleiðinni! Hvenær byrjaðir þú á kertagerðinni? Það eru rúm tvö ár síðan ég byrjaði að skreyta kerti. Seldi þetta fyrst á markaði sem starfsfólki Icelandair var með á Hótel Hilton. Hvar er hægt að nálgast kertin þín? Hægt er að nálgast þau á fésbókarsíðu sem heitir Vanilla Palace en kertin eru einnig til sölu á veitingastaðnum Happi. Ertu mikið jólabarn? Mér finnst jólin mjög skemmtilegur tími og ég fæ mikla ánægju út úr því að finna eitthvað skemmtilegt í jólapakkann fyrir mína nánustu, nú eða búa það til. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn hjá þér? Ég byrja oft snemma að hugsa um það að hefja jólaundirbúning en svo endar það líklega oftar með því að vera nokkuð sein. Eiginmaðurinn skrifar jólakortin á heimilinu en ég sé um að búa þau til. Ég er nokkuð ánægð með þau skipti. Hann hefur hins vegar kvartað yfir því að fá þau frekar seint. Spurning hvort þremur dögum fyrir jól er of seint til að skrifa 75 jólakort? Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið endurtakið á hverju ári fjölskyldan? Við erum þeirrar blessunar aðnjótandi að Kertasníkir kemur með eitthvað fallegt í skóinn handa okkur öllum á aðfangadagsmorgun. Eftir að allir eru búnir að opna pakkann sinn förum við öll saman í jólabaðið í einhverri af þessum frábærum sundlaugum sem við eigum hér í Reykjavík og nágrenni. Hvað borðar fjölskyldan á aðfangadagskvöld? Hnetusteik, hún er með því betra sem ég fæ að borða og er alltaf á boðstólum á aðfangadagskvöld. Einnig erum við með kalkún.Hnetusteik - Uppskrift5 dl soðin hrísgrjón1 stór sellerírót rifin1 rauðlaukur saxaður smátt1 lítið chili, ég nota kjarnann líka1 1/2 dl þurrkaðar apríkósur saxaðar og soðnar3-4 msk. kreólakrydd PG1 tsk. Maldon-salt200 g heslihnetur ristaðar og saxaðarRaspSesamfræ Laukur og sellerírót mýkt á pönnu, kryddi bætt út í, svo apríkósum og hnetum. Hrísgrjónin eru hökkuð og ég nota hnífinn á matvinnsluvélinni. Þessu er öllu hnoðað saman annað hvort með hrærivél eða í höndunum. Svo er hægt að móta þetta í hleif og strá sesamfræjum yfir og bakað í ofni á 200° í ca 40 mín. Einnig er hægt að kæla deigið og móta svo buff sem er velt upp úr sesamfræjum og steikt á pönnu.Sæt kartöflumús2 sætar kartöflur soðnargóður slatti af íslensku smjöri Kartöflurnar settar í hrærivél með smjörinu. Ég notaði líklega 50 g en því meira smjör, þeim mun betra.Salat1/2 l AB mjólk3 msk. sinnep1/2 tsk. wasabi5 msk. hunang AB mjólk sett í kaffisíu og látið leka af henni í 1-2 klst. Með þessu verður hún sætari. Öllu hrært saman við AB mjólkina.2 epli, ég notaði græn100 g valhnetur Eplið skorið í smáa bita og valhnetur saxaðar. Allt sett saman við AB mjólkina. Ég ætlaði að setja granatepli en gleymdi því.Sósasveppir eftir smekk1 stk. grænmetiskraftur Rapunzel2 msk kreólakrydd PG2-3 msk. kalkúnakrydd PG1 dós kókosmjólk Rapunzel3 msk. sulta, t.d. hindberja. Ég notaði heimalagað rifsberjahlaup með chili. Sveppir steiktir, öllu bætt út í nema sultu, sósan þykkt. Ég nota spelt og vatn, að lokum er sósan smökkuð til með sultunni.
Grænmetisréttir Hnetusteik Kartöflumús Salat Sósur Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið