Erlendir vendipunktar 2012: Kreppur og rembingur ríkja Jón Ormur Halldórsson skrifar 28. desember 2012 16:00 Það ríkti óvíða sú stemming árið 2012 að nú væru menn á réttri leið. Vafi fylgir vegferð hverri en það var óvanalega víða sem nagandi efi um almenna stefnu setti beinlínis mark sitt á þjóðlíf. Um leið var sú sannfæring almenn að mikið væri í húfi og margt myndi ráðast af framvindu mála. Ekki að ástæðulausu. Það var eins og þjóðir um víða veröld rækjust samtímis á pólitíska veggi.Fjórar sögur Sums staðar birtust þeir sem efnahagslegir múrar eins og í skuldakreppu Evrópu og fjárlagahalla Bandaríkjanna. Atvik og orðræða ársins sýndu þó vel að báðar eru kreppurnar pólitískar. Annars staðar var stjórnmálalegt eðli erfiðustu viðfangsefna þjóða enn ljósara eins og í pólitískri lömun Indlands og Japan eða í upplausn og átökum víða um Miðausturlönd. Á árinu kom líka betur í ljós hvað Kína stendur frammi fyrir erfiðum og flóknum pólitískum spurningum. Ekki ósvipaða sögu má segja um Rússland þótt aðstæður séu ólíkar. Kannski má tengja þessa hluti saman með því að segja að árið hafi fyrst og fremst litast af fjórum pólitískum sögum um stjórnarform, gjaldmiðla og trúarbrögð.Eldskírn evrunnar Margir sem þekkja fjármálamarkaði í þaula spáðu því fram á haust að evran myndi ekki lifa árið í óbreyttri mynd. Þeir sem þekkja vel til stjórnmála í Þýskalandi og skilja pólitískar aðstæður í Evrópusambandinu spáðu hins vegar yfirleitt hinu gagnstæða. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér. Fæðing evrunnar var pólitísk og líf hennar er það enn. Framhaldssaga ársins var um tíða og jafnan árangurslausa neyðarfundi ESB ríkja þar sem menn sýndust glíma við ofurefli markaða, reiði kjósenda og eigið getuleysi. Fréttir af fundunum voru um lömun og upplausn. Þetta sýndi vel hversu erfitt er að samhæfa stefnu margra ólíkra ríkja í viðkvæmustu málum. En fundirnir sýndu hins vegar líka hversu náið samstarf ESB ríkja er orðið og hve þýðingarmikið það er fyrir þær þjóðir sem í hlut eiga. Hugi menn að því sem raunverulega var rætt á árinu sjá þeir strax að svona tilraunir samstarfs væru algerlega óhugsandi í nokkrum öðrum heimshluta. ESB fékk líka á árinu viðurkenningu á sögulegri þýðingu sinni í heiminum með friðarverðlaunum Nóbels. Við árslok eru stór vandamál óleyst en aukinnar bjartsýni er þó farið að gæta um framtíð evrunnar. Spurningar snúast ekki lengur um pólitískan vilja einstakra ríkja til að viðhalda samstarfinu eins þær gerðu mestan part ársins. Þær snúast núorðið um hvort stjórnir skuldsettra ríkja Suður-Evrópu muni finna pólitískan styrk til að bæta samkeppnisstöðu landa sinna. Ríkin lögðu öll grunn að umbótum á árinu. Fórnirnar sem menn eru að færa í skuldugum ríkjum Evrópu til þess að leysa sín mál og verða samstarfshæfir í peningamálum sýna vel mikilvægi evrunnar fyrir þjóðirnar sem nota hana.Orrustur um íslam Hin stóra sagan á árinu var um öllu verri erjur á milli samfélaga sem líkt og þjóðir Evrópu eiga saman mikla sögu og menningu. Skelfilegust voru átökin í Sýrlandi en þau eru með tvennum hætti hluti af stærri heild. Í þessum heimshluta geisa nú tvær ólíkar orrustur um íslamska trú. Annars vegar eru átök sem snúast um samsömun manna og hópa við trúarbrögð. Íslam er ekki ein trú frekar en kristni eða hindúismi og fylkingar eru fleiri en tölu verður á komið. Þær mynda grunn að sjálfsmynd manna og samfélaga. Tvo meginmeiði má greina og á árinu magnaðist spenna bæði innan samfélaga og á milli þeirra í kringum þessa skiptingu. Í Sýrlandi telja alavítar, minnihlutahópurinn sem ræður ríki og her, sig vera sjía-múslíma sem er raunar umdeild skilgreining en uppreisnarmenn eru flestir súnnítar. Átök sem klædd eru í svipaða trúarlega búninga geisa líka í Írak og urðu enn alvarlegri á árinu. Undir þessi átök og fleiri kynda öflug ríki hvort af sínum trúarlega meiðnum, Sádi-Arabía sem notar olíugróða til að fjármagna trúboð og Íran sem hagnaðist pólitískt á innrás Bandaríkjanna í Írak. Sú velgengni snerist hins vegar við á árinu og það kom á óheppilegum tíma fyrir ráðandi öfl í Íran þar sem vaxandi óánægju gætir með stjórn trúmanna. Á árinu heyrðist minna í þeim risastóra meirihluta múslíma sem er andvígur ofbeldi og notkun trúarinnar í þágu pólitískra afla. Víða þrengir nú að þessum meirihluta þótt þaðan komi flestir vormenn araba.Orrustur við Íslam Mubarak í Egyptalandi og Assadfeðgunum í Sýrlandi tókst að eyða möguleikum fólks til að bindast böndum í borgaralegu samfélagi. Þessar stjórnir, og margar fleiri, lifðu á því að þykjast eini valkosturinn við íslamska öfgamenn. Þessu var víða trúað og Bandaríkin og fleiri studdu því margar ríkisstjórnir sem eyddu kerfisbundið allri lýðræðislegri samtakamyndun svo nú er erfitt að byggja upp lýðræði. Baráttan í Egyptalandi stendur á milli barna arabíska vorsins sem vilja lýðræðislegt og opið samfélag og íslamska bræðralagsins sem vill hvorugt. Bræðralagið er vel skipulagt og hefur helst áhyggjur af róttækari fylkingum trúmanna. Draumar þess um trúarlegt samfélag á grunni fornra ritninga í stað ósóma samtímans urðu opinberir á árinu. Tæpt er um varnir, miðjuna vantar. Sama er að gerast í Sýrlandi. Þar eru hinir trúuðu að ná yfirhöndinni í krafti sannfæringar sinnar og peninga frá Persaflóa. Óljósari draumar almennings um lýðræði og mannréttindi hafa ekki sama styrk þótt fleiri deili þeim. Nú berjast alavítar eins og um líf þeirra sé að tefla. Sem það gæti verið. Þeir trúuðu og skipulögðu ráða mestu hinum megin.Lömun lýðræðis Í langstærsta lýðræðisríki heims, Indlandi, náði pólitíkin enn einu sinni að lama vöxt í atvinnulífinu. Það sama mátti segja um Japan, þriðja stærsta hagkerfi heimsins, og að sínu leyti um Bandaríkin þar sem átök á milli þings og framkvæmdavalds þjóna lítið lýðræði og stefna í öngstræti. Afleiðingarnar á Indlandi eru sýnu alvarlegastar því þar deyja þúsundir barna á hverjum degi úr fátækt, jafnmörg og í allri Afríku. Atvinnulífið hafði tekið vel við sér á síðustu árum en upplausn og lömun einkenna pólitík. Landið er tvöfalt fjölmennara en Evrópa og heimkynni ólíkra þjóða sem síðan eru klofnar með hinum margvíslegasta hætti. Stjórnmál hafa orðið sífellt flóknari á landsvísu og skipting eftir tungumálum, trúarbrögðum, kynstofnum, þjóðerni og menningarbundinni stéttastöðu hefur fengið vaxandi þýðingu. Í Japan hefur ríkt stjórnmálakreppa af öðru tagi í áratugi en undir lok ársins dró til tíðinda. Stóra málið í Japan er næsta framandlegt fyrir Íslendinga, nefnilega það að búa til verðbólgu sem ný ríkisstjórn heimtar að seðlabankinn geri. Í Bandaríkjunum virðist stjórnmálakerfið virka sífellt verr og fátt vera í boði til bóta enda hefur stjórnarskráin þar svipaða stöðu og ritningin. Mikilvægasta þróun ársins var líka utan stjórnmálanna. Nú er að verða ljóst að Bandaríkin geta fljótlega orðið sjálfum sér næg í orkuöflun. Það getur haft margvíslega þýðingu. Atvinnulíf þar vestra getur nú fengið orku á lægra verði en iðnaður í Kína. Bein áhrif eru líka á Miðausturlönd þar sem orkuhagsmunir Bandaríkjanna hafa oft ráðið ferðinni. Svo eru það umhverfismálin.Öngstræti einræðis Það áraði þó verr fyrir einræði en lýðræði á árinu. Pólitískur vandi Kína sést ekki í hagtölum en fámennisstjórnin, sem raunar telur tugi þúsunda valdamanna, er ekki sjálfbært kerfi. Ekki einu sinni efnahagslega, hvað þá pólitískt. Þetta sást kannski ekki vel á árinu 2012 og mun líklega enn síður sjást á komandi ári þegar nýir leiðtogar fara að lofa umbótum en verður skýrt innan tíðar. Í Rússlandi gengur platlýðræði Pútíns ekki heldur upp, hvorki pólitískt né efnahagslega. Það grillti í þau sannindi á árinu 2012 en þau verða ljósari á næstu misserum. Eitt áhyggjuefni minnti óþægilega á sig á árinu. Þjóðernishyggja er síðasta vígi skálksins, var eitt sinn sagt. Mikil hætta er á því að kínversk stjórnmál, og kannski rússnesk líka, rati inn í öngstræti þjóðernishyggju þegar meiri órói fer að skapast. Deilur Kínverja um landamæri við sex nágrannaríki síðustu mánuði minna á þetta.Þjóðernishyggja Í kreppum samtímans árar illa fyrir alþjóðlega samvinnu. Margt minnti á þetta á árinu, ekki síst tilraunir til einangrunar í viðskiptum sem gera oftast illt verra. Rembingur ríkja í pólitík hamlaði líka lausn stórra vandamála í öllum álfum heimsins flestum til ógagns og viljaleysi til samvinnu í umhverfismálum ógnar nú beinlínis mannkyninu. Mál dagsins hvöttu ekki til samvinnu á líðandi ári þótt þar sé flestar lausnir að finna.Það minnsta og stærsta Á endanum hlýtur að skipta mestu hvernig menn skilja veruleikann. Mikil gjá er orðin á milli skilnings vísindanna og almennings á tilverunni sjálfri. Umræður um Higgs-öreindina, eða sviðið, sem líklega mældist á árinu sýndu merki um aukinn áhuga á raunverulegum sannindum um eðli heimsins. Flestum sem nenna að lesa er orðið ljóst að sjálfur veruleikinn er gersamlega annar en sá sem blasir við augum og viðteknar hugmyndir ná til. Það mun líklega smám saman fá þýðingu.Uppreisnarmenn fagna eftir að hafa skotið niður orrustuþotu sýrlenska hersis. Átökin í Sýrladi hafa staðið yfir í á annað ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það ríkti óvíða sú stemming árið 2012 að nú væru menn á réttri leið. Vafi fylgir vegferð hverri en það var óvanalega víða sem nagandi efi um almenna stefnu setti beinlínis mark sitt á þjóðlíf. Um leið var sú sannfæring almenn að mikið væri í húfi og margt myndi ráðast af framvindu mála. Ekki að ástæðulausu. Það var eins og þjóðir um víða veröld rækjust samtímis á pólitíska veggi.Fjórar sögur Sums staðar birtust þeir sem efnahagslegir múrar eins og í skuldakreppu Evrópu og fjárlagahalla Bandaríkjanna. Atvik og orðræða ársins sýndu þó vel að báðar eru kreppurnar pólitískar. Annars staðar var stjórnmálalegt eðli erfiðustu viðfangsefna þjóða enn ljósara eins og í pólitískri lömun Indlands og Japan eða í upplausn og átökum víða um Miðausturlönd. Á árinu kom líka betur í ljós hvað Kína stendur frammi fyrir erfiðum og flóknum pólitískum spurningum. Ekki ósvipaða sögu má segja um Rússland þótt aðstæður séu ólíkar. Kannski má tengja þessa hluti saman með því að segja að árið hafi fyrst og fremst litast af fjórum pólitískum sögum um stjórnarform, gjaldmiðla og trúarbrögð.Eldskírn evrunnar Margir sem þekkja fjármálamarkaði í þaula spáðu því fram á haust að evran myndi ekki lifa árið í óbreyttri mynd. Þeir sem þekkja vel til stjórnmála í Þýskalandi og skilja pólitískar aðstæður í Evrópusambandinu spáðu hins vegar yfirleitt hinu gagnstæða. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér. Fæðing evrunnar var pólitísk og líf hennar er það enn. Framhaldssaga ársins var um tíða og jafnan árangurslausa neyðarfundi ESB ríkja þar sem menn sýndust glíma við ofurefli markaða, reiði kjósenda og eigið getuleysi. Fréttir af fundunum voru um lömun og upplausn. Þetta sýndi vel hversu erfitt er að samhæfa stefnu margra ólíkra ríkja í viðkvæmustu málum. En fundirnir sýndu hins vegar líka hversu náið samstarf ESB ríkja er orðið og hve þýðingarmikið það er fyrir þær þjóðir sem í hlut eiga. Hugi menn að því sem raunverulega var rætt á árinu sjá þeir strax að svona tilraunir samstarfs væru algerlega óhugsandi í nokkrum öðrum heimshluta. ESB fékk líka á árinu viðurkenningu á sögulegri þýðingu sinni í heiminum með friðarverðlaunum Nóbels. Við árslok eru stór vandamál óleyst en aukinnar bjartsýni er þó farið að gæta um framtíð evrunnar. Spurningar snúast ekki lengur um pólitískan vilja einstakra ríkja til að viðhalda samstarfinu eins þær gerðu mestan part ársins. Þær snúast núorðið um hvort stjórnir skuldsettra ríkja Suður-Evrópu muni finna pólitískan styrk til að bæta samkeppnisstöðu landa sinna. Ríkin lögðu öll grunn að umbótum á árinu. Fórnirnar sem menn eru að færa í skuldugum ríkjum Evrópu til þess að leysa sín mál og verða samstarfshæfir í peningamálum sýna vel mikilvægi evrunnar fyrir þjóðirnar sem nota hana.Orrustur um íslam Hin stóra sagan á árinu var um öllu verri erjur á milli samfélaga sem líkt og þjóðir Evrópu eiga saman mikla sögu og menningu. Skelfilegust voru átökin í Sýrlandi en þau eru með tvennum hætti hluti af stærri heild. Í þessum heimshluta geisa nú tvær ólíkar orrustur um íslamska trú. Annars vegar eru átök sem snúast um samsömun manna og hópa við trúarbrögð. Íslam er ekki ein trú frekar en kristni eða hindúismi og fylkingar eru fleiri en tölu verður á komið. Þær mynda grunn að sjálfsmynd manna og samfélaga. Tvo meginmeiði má greina og á árinu magnaðist spenna bæði innan samfélaga og á milli þeirra í kringum þessa skiptingu. Í Sýrlandi telja alavítar, minnihlutahópurinn sem ræður ríki og her, sig vera sjía-múslíma sem er raunar umdeild skilgreining en uppreisnarmenn eru flestir súnnítar. Átök sem klædd eru í svipaða trúarlega búninga geisa líka í Írak og urðu enn alvarlegri á árinu. Undir þessi átök og fleiri kynda öflug ríki hvort af sínum trúarlega meiðnum, Sádi-Arabía sem notar olíugróða til að fjármagna trúboð og Íran sem hagnaðist pólitískt á innrás Bandaríkjanna í Írak. Sú velgengni snerist hins vegar við á árinu og það kom á óheppilegum tíma fyrir ráðandi öfl í Íran þar sem vaxandi óánægju gætir með stjórn trúmanna. Á árinu heyrðist minna í þeim risastóra meirihluta múslíma sem er andvígur ofbeldi og notkun trúarinnar í þágu pólitískra afla. Víða þrengir nú að þessum meirihluta þótt þaðan komi flestir vormenn araba.Orrustur við Íslam Mubarak í Egyptalandi og Assadfeðgunum í Sýrlandi tókst að eyða möguleikum fólks til að bindast böndum í borgaralegu samfélagi. Þessar stjórnir, og margar fleiri, lifðu á því að þykjast eini valkosturinn við íslamska öfgamenn. Þessu var víða trúað og Bandaríkin og fleiri studdu því margar ríkisstjórnir sem eyddu kerfisbundið allri lýðræðislegri samtakamyndun svo nú er erfitt að byggja upp lýðræði. Baráttan í Egyptalandi stendur á milli barna arabíska vorsins sem vilja lýðræðislegt og opið samfélag og íslamska bræðralagsins sem vill hvorugt. Bræðralagið er vel skipulagt og hefur helst áhyggjur af róttækari fylkingum trúmanna. Draumar þess um trúarlegt samfélag á grunni fornra ritninga í stað ósóma samtímans urðu opinberir á árinu. Tæpt er um varnir, miðjuna vantar. Sama er að gerast í Sýrlandi. Þar eru hinir trúuðu að ná yfirhöndinni í krafti sannfæringar sinnar og peninga frá Persaflóa. Óljósari draumar almennings um lýðræði og mannréttindi hafa ekki sama styrk þótt fleiri deili þeim. Nú berjast alavítar eins og um líf þeirra sé að tefla. Sem það gæti verið. Þeir trúuðu og skipulögðu ráða mestu hinum megin.Lömun lýðræðis Í langstærsta lýðræðisríki heims, Indlandi, náði pólitíkin enn einu sinni að lama vöxt í atvinnulífinu. Það sama mátti segja um Japan, þriðja stærsta hagkerfi heimsins, og að sínu leyti um Bandaríkin þar sem átök á milli þings og framkvæmdavalds þjóna lítið lýðræði og stefna í öngstræti. Afleiðingarnar á Indlandi eru sýnu alvarlegastar því þar deyja þúsundir barna á hverjum degi úr fátækt, jafnmörg og í allri Afríku. Atvinnulífið hafði tekið vel við sér á síðustu árum en upplausn og lömun einkenna pólitík. Landið er tvöfalt fjölmennara en Evrópa og heimkynni ólíkra þjóða sem síðan eru klofnar með hinum margvíslegasta hætti. Stjórnmál hafa orðið sífellt flóknari á landsvísu og skipting eftir tungumálum, trúarbrögðum, kynstofnum, þjóðerni og menningarbundinni stéttastöðu hefur fengið vaxandi þýðingu. Í Japan hefur ríkt stjórnmálakreppa af öðru tagi í áratugi en undir lok ársins dró til tíðinda. Stóra málið í Japan er næsta framandlegt fyrir Íslendinga, nefnilega það að búa til verðbólgu sem ný ríkisstjórn heimtar að seðlabankinn geri. Í Bandaríkjunum virðist stjórnmálakerfið virka sífellt verr og fátt vera í boði til bóta enda hefur stjórnarskráin þar svipaða stöðu og ritningin. Mikilvægasta þróun ársins var líka utan stjórnmálanna. Nú er að verða ljóst að Bandaríkin geta fljótlega orðið sjálfum sér næg í orkuöflun. Það getur haft margvíslega þýðingu. Atvinnulíf þar vestra getur nú fengið orku á lægra verði en iðnaður í Kína. Bein áhrif eru líka á Miðausturlönd þar sem orkuhagsmunir Bandaríkjanna hafa oft ráðið ferðinni. Svo eru það umhverfismálin.Öngstræti einræðis Það áraði þó verr fyrir einræði en lýðræði á árinu. Pólitískur vandi Kína sést ekki í hagtölum en fámennisstjórnin, sem raunar telur tugi þúsunda valdamanna, er ekki sjálfbært kerfi. Ekki einu sinni efnahagslega, hvað þá pólitískt. Þetta sást kannski ekki vel á árinu 2012 og mun líklega enn síður sjást á komandi ári þegar nýir leiðtogar fara að lofa umbótum en verður skýrt innan tíðar. Í Rússlandi gengur platlýðræði Pútíns ekki heldur upp, hvorki pólitískt né efnahagslega. Það grillti í þau sannindi á árinu 2012 en þau verða ljósari á næstu misserum. Eitt áhyggjuefni minnti óþægilega á sig á árinu. Þjóðernishyggja er síðasta vígi skálksins, var eitt sinn sagt. Mikil hætta er á því að kínversk stjórnmál, og kannski rússnesk líka, rati inn í öngstræti þjóðernishyggju þegar meiri órói fer að skapast. Deilur Kínverja um landamæri við sex nágrannaríki síðustu mánuði minna á þetta.Þjóðernishyggja Í kreppum samtímans árar illa fyrir alþjóðlega samvinnu. Margt minnti á þetta á árinu, ekki síst tilraunir til einangrunar í viðskiptum sem gera oftast illt verra. Rembingur ríkja í pólitík hamlaði líka lausn stórra vandamála í öllum álfum heimsins flestum til ógagns og viljaleysi til samvinnu í umhverfismálum ógnar nú beinlínis mannkyninu. Mál dagsins hvöttu ekki til samvinnu á líðandi ári þótt þar sé flestar lausnir að finna.Það minnsta og stærsta Á endanum hlýtur að skipta mestu hvernig menn skilja veruleikann. Mikil gjá er orðin á milli skilnings vísindanna og almennings á tilverunni sjálfri. Umræður um Higgs-öreindina, eða sviðið, sem líklega mældist á árinu sýndu merki um aukinn áhuga á raunverulegum sannindum um eðli heimsins. Flestum sem nenna að lesa er orðið ljóst að sjálfur veruleikinn er gersamlega annar en sá sem blasir við augum og viðteknar hugmyndir ná til. Það mun líklega smám saman fá þýðingu.Uppreisnarmenn fagna eftir að hafa skotið niður orrustuþotu sýrlenska hersis. Átökin í Sýrladi hafa staðið yfir í á annað ár.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun