Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2012 13:05 Litla Hraun. Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira