Eiganda sumarbústaðarins brugðið yfir innbrotinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. desember 2012 15:25 MYND/FRÉTTASTOFA Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira