Erlendir aðilar sýna Norðurá áhuga Kristján Hjálmarsson skrifar 21. desember 2012 16:17 Erlendir aðilar hafa sýnt Norðurá áhuga. Mynd/Trausti Erlendir aðilar hafa sýnt Norðurá áhuga, að sögn Birnu Konráðsdóttur formanns Veiðifélags Norðurá. Auglýst var eftir tilboðum í ána í byrjun desember síðastliðinn en útboðið rennur út þann 20. janúar næst komandi. Lögmannsstofan Lex heldur utan um útboðið en óskað er eftir tilboðum í lax- og silungsveiði Veiðifélags Norðurá fyrir árin 2014 til 2018. Birna segist ekki vita hversu mörg tilboð hafi borist en þau hafi verið orðin fjögur talsins fyrir um hálfum mánuði. Útboðið var einnig auglýst á ensku á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Að sögn Birnu var farið þess á leit við Veiðifélagið að útboðið yrði einnig á ensku. "Við erum bara að bregðast við því kalli," segir Birna. Útboðsgögn eru hjá umsjónarmanni útboðsins, Karli Axelssyni hrl., LEX lögmannsstofu, Borgartúni 26, Reykjavík, og eru þau afhent gegn 30 þúsund króna greiðslu. Sem fyrr segir skal skila tilboðum til skrifstofu Lex í síðasta lagi klukkan 16.00 þann 20. janúar 2013 og verða tilboðin opnuð hálftíma seinna sama dag. Þeir bjóðendur sem þess óska geta verið viðstaddir þegar tilboðin eru opnuð. Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Erlendir aðilar hafa sýnt Norðurá áhuga, að sögn Birnu Konráðsdóttur formanns Veiðifélags Norðurá. Auglýst var eftir tilboðum í ána í byrjun desember síðastliðinn en útboðið rennur út þann 20. janúar næst komandi. Lögmannsstofan Lex heldur utan um útboðið en óskað er eftir tilboðum í lax- og silungsveiði Veiðifélags Norðurá fyrir árin 2014 til 2018. Birna segist ekki vita hversu mörg tilboð hafi borist en þau hafi verið orðin fjögur talsins fyrir um hálfum mánuði. Útboðið var einnig auglýst á ensku á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Að sögn Birnu var farið þess á leit við Veiðifélagið að útboðið yrði einnig á ensku. "Við erum bara að bregðast við því kalli," segir Birna. Útboðsgögn eru hjá umsjónarmanni útboðsins, Karli Axelssyni hrl., LEX lögmannsstofu, Borgartúni 26, Reykjavík, og eru þau afhent gegn 30 þúsund króna greiðslu. Sem fyrr segir skal skila tilboðum til skrifstofu Lex í síðasta lagi klukkan 16.00 þann 20. janúar 2013 og verða tilboðin opnuð hálftíma seinna sama dag. Þeir bjóðendur sem þess óska geta verið viðstaddir þegar tilboðin eru opnuð.
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði