Óþekkjanleg í hlutverki Hildar Lífar í Skaupinu 3. janúar 2012 11:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir sló í gegn sem Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Fréttablaðið/Stefán „Ég tók smá tíma í að æfa þetta," segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sem sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Spurð hvernig hún hafi sett sig í karakter segist hún aðallega hafa stuðst við viðtal sem Nilli tók við Hildi Líf í sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin. „Það var eina tengingin sem ég var með og svo bara ljósmyndir. Síðan var ég að vinna með frábærum leikstjóra og búningahönnuði og meistara Rögnu Fossberg, þannig að ég fékk gott gervi," segir Dunda, sem var með einar sokkabuxur undir hvoru brjóstinu til að ná útliti Hildar Lífar betur. Dunda er í eðli sínu dökkhærð en var með aflitað hár í Skaupinu. „Það var aflitað fyrir sýningu í Salsburg í Austurríki í sumar. Eftir það fór ég að leika hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og þau vildu endilega halda þessu," segir hún og á við leikritið Svarta kómedían. „Svo hoppaði ég inn í Hildi Líf og núna er ég orðin dökkhærð fyrir næsta verkefni." Það er kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal og hefjast tökur 9. janúar á Langjökli. Aðspurð segist Dunda hafa fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Skaupinu. „Mamma reyndar þekkti mig ekki og ekki heldur margir af mínum nánustu vinum. Ég ákvað að segja engum frá þessu, þannig að þetta kom fullt af fólki á óvart." Sjálf segist hún ekkert þekkja Hildi Líf og getur því ekki borið saman persónuleika þeirra beggja. „Ég er ekki alveg dómbær á það." Dunda, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2010, kveðst alveg vera til í að leika aftur í Skaupinu. „Ég myndi hiklaust gera það. Það var æðislegt að fá að taka þátt í þessu." freyr@frettabladid.is Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Ég tók smá tíma í að æfa þetta," segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sem sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Spurð hvernig hún hafi sett sig í karakter segist hún aðallega hafa stuðst við viðtal sem Nilli tók við Hildi Líf í sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin. „Það var eina tengingin sem ég var með og svo bara ljósmyndir. Síðan var ég að vinna með frábærum leikstjóra og búningahönnuði og meistara Rögnu Fossberg, þannig að ég fékk gott gervi," segir Dunda, sem var með einar sokkabuxur undir hvoru brjóstinu til að ná útliti Hildar Lífar betur. Dunda er í eðli sínu dökkhærð en var með aflitað hár í Skaupinu. „Það var aflitað fyrir sýningu í Salsburg í Austurríki í sumar. Eftir það fór ég að leika hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og þau vildu endilega halda þessu," segir hún og á við leikritið Svarta kómedían. „Svo hoppaði ég inn í Hildi Líf og núna er ég orðin dökkhærð fyrir næsta verkefni." Það er kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal og hefjast tökur 9. janúar á Langjökli. Aðspurð segist Dunda hafa fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Skaupinu. „Mamma reyndar þekkti mig ekki og ekki heldur margir af mínum nánustu vinum. Ég ákvað að segja engum frá þessu, þannig að þetta kom fullt af fólki á óvart." Sjálf segist hún ekkert þekkja Hildi Líf og getur því ekki borið saman persónuleika þeirra beggja. „Ég er ekki alveg dómbær á það." Dunda, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2010, kveðst alveg vera til í að leika aftur í Skaupinu. „Ég myndi hiklaust gera það. Það var æðislegt að fá að taka þátt í þessu." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira