Spennandi klækjaflækja Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. janúar 2012 16:00 Bíó. Tinker Tailor Soldier Spy. Leikstjórn: Tomas Alfredson. Leikarar: Gary Oldman, Colin Firth, Tom Hardy, John Hurt, Toby Jones, Mark Strong, Benedict Cumberbatch, Ciarán Hinds. Njósnir á dögum kalda stríðsins eru umfjöllunarefni myndarinnar Tinker Tailor Soldier Spy, en sögusvið myndarinnar er Bretland á fyrri hluta 8. áratugarins. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir John le Carré og þótti á sínum tíma afar ferskt framlag til njósnabókmenntanna, og nú hefur sænski leikstjórinn Tomas Alfredson komið sögunni á tjaldið hvíta. Búningameistarar og leikmyndasmiðir hafa svo sannarlega unnið fyrir laununum sínum hér, og endursköpun tíðarandans fær fullt hús stiga. Leikstjórnin er að sama skapi af gamla skólanum og eins brjálæðislega og það kann að hljóma, þá geng ég svo langt að segja suma leikarana hafa andlitsfall sem margir höfðu árið 1974 en fáir hafa í dag. Ástæðulaust er að tíunda frammistöðu leikaranna sérstaklega. Nóg er að renna auga yfir leikhópinn til þess að vita upp á hár hvers megnugur hann er. Þrátt fyrir spennandi sögufléttu verður að segjast að handritið er veiki hlekkur myndarinnar. Persónur eru margar og myndin flakkar til og frá í tíma en útfærslan er ekki nægilega góð. Á köflum virkar sagan ruglingsleg og um stund hélt ég að þessi hversdagslega spennumynd væri vitsmunalegur ofjarl minn. Við nánari athugun reyndist svo ekki vera, heldur of miklu troðið á of fáar blaðsíður. Áhorfandi myndarinnar hefur ekki forréttindi þess sem las skáldsöguna og gat lesið sömu málsgreinina tvisvar ef hann náði ekki innihaldinu í fyrsta sinn. Flókin fléttan fór þó að skýrast betur undir lokin og burt séð frá öllu er njósnaheimur Tinker Tailor Soldier Spy virkilega heillandi og ég held ég myndi jafnvel njóta hennar betur í annað sinn. Niðurstaða: Spennandi mynd eftir gamalli uppskrift „paranojumynda" 8. áratugarins. Handrit dregur þó á köflum niður góða sögu. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Tinker Tailor Soldier Spy. Leikstjórn: Tomas Alfredson. Leikarar: Gary Oldman, Colin Firth, Tom Hardy, John Hurt, Toby Jones, Mark Strong, Benedict Cumberbatch, Ciarán Hinds. Njósnir á dögum kalda stríðsins eru umfjöllunarefni myndarinnar Tinker Tailor Soldier Spy, en sögusvið myndarinnar er Bretland á fyrri hluta 8. áratugarins. Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir John le Carré og þótti á sínum tíma afar ferskt framlag til njósnabókmenntanna, og nú hefur sænski leikstjórinn Tomas Alfredson komið sögunni á tjaldið hvíta. Búningameistarar og leikmyndasmiðir hafa svo sannarlega unnið fyrir laununum sínum hér, og endursköpun tíðarandans fær fullt hús stiga. Leikstjórnin er að sama skapi af gamla skólanum og eins brjálæðislega og það kann að hljóma, þá geng ég svo langt að segja suma leikarana hafa andlitsfall sem margir höfðu árið 1974 en fáir hafa í dag. Ástæðulaust er að tíunda frammistöðu leikaranna sérstaklega. Nóg er að renna auga yfir leikhópinn til þess að vita upp á hár hvers megnugur hann er. Þrátt fyrir spennandi sögufléttu verður að segjast að handritið er veiki hlekkur myndarinnar. Persónur eru margar og myndin flakkar til og frá í tíma en útfærslan er ekki nægilega góð. Á köflum virkar sagan ruglingsleg og um stund hélt ég að þessi hversdagslega spennumynd væri vitsmunalegur ofjarl minn. Við nánari athugun reyndist svo ekki vera, heldur of miklu troðið á of fáar blaðsíður. Áhorfandi myndarinnar hefur ekki forréttindi þess sem las skáldsöguna og gat lesið sömu málsgreinina tvisvar ef hann náði ekki innihaldinu í fyrsta sinn. Flókin fléttan fór þó að skýrast betur undir lokin og burt séð frá öllu er njósnaheimur Tinker Tailor Soldier Spy virkilega heillandi og ég held ég myndi jafnvel njóta hennar betur í annað sinn. Niðurstaða: Spennandi mynd eftir gamalli uppskrift „paranojumynda" 8. áratugarins. Handrit dregur þó á köflum niður góða sögu.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira