Risarnir keyptu iðnaðarsalt 16. janúar 2012 00:01 Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira