Risarnir keyptu iðnaðarsalt 16. janúar 2012 00:01 Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira